BJALLAVIRKJUN, TUNGNAÁRLÓN - MYNDIR OG KORT

Virkjannahraðlestin heldur áfram sínu striki á fullri ferð. Svo er að sjá að það sé lítið annað hægt að gera í þessu guðsvolaða landi annað en að virkja allt sem hægt er að virkja.

Nýjasta hugmyndin er að setja upp virkjun nálægt Bjallarvaði og útbúa stórt 30 ferkílómetra lón, Tungnaárlón í Tungnaá rétt norðaustan við Landmannalaugar.

Á þessu svæði eru margar fallegar náttúruperlur og það sem vekur athygli er að lónið verður töluvert stærra en Langisjór.

Samkvæmt þessu yrði Tungnaárlón ásamt Hvítárvatni, Reyðarvatni og Hópinu, sjötta stærsta stöðuvatn landsins.

Mig rennur svo í grun að það verði ekki látið staðar numið við þessa framkvæmd heldur verði Langisjór næst á dagskrá eða þá að Skaftá verði veitt í hið nýja lón eftir jarðgöngum svipað og gert var uppi í Kárahnjúkum.

Einn er þó sá galli á gjöf Njarðar að hið nýja lón er á náttúruminjaskrá!

Sagt er að Bjallavirkjun yrði væntanlega hagstæð þar sem einfalt er að tengja hana raforkuflutningskerfi sem þegar er til staðar. Í nágrenninu eru fjölmargar virkjanir; við Búrfell, Sigalda, Sultartangi, Vatnsfell og Hrauneyjafoss.

Nú fer það að veraða spurning hvort er að verða umhverfisvænna, kjarnorkuver eða öll samanlögð raforkuver á þessu svæði, en allt svæðið er að gefa svipaða orku eins og eitt meðalstórt kjarnorkuver úti í heimi.

Hér má svo sjá kort sem að ég útbjó sem sýnir Bjallavað, staðsetningu á Bjallavirkjun og nýju lóni í Tungnaá sem mun heita Tungnaárlón. Einnig má sjá Landmannalaugar, Frostastaðavatn, Ljótapoll, Veiðivatnasvæðið (smellið á mynd til að sjá stærra kort).

Map of new PowerStation Bjallavirkjun in Tungnaá close to Landmannalaugar in Iceland (smellið á kort til að sjá stærra kort, click on map to see bigger map)


Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur en þetta svæði er rétt fyrir neðan þar sem stíflan kemur til með að rísa

Picture of mountains Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur en þetta svæði er rétt fyrir neðan þar sem stíflan kemur til með að rísa

Picture of mountains Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur en þetta svæði er rétt fyrir neðan þar sem stíflan kemur til með að rísa

Picture of mountains Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Náttúran og ekki síður en gróðurinn getur verið viðkvæmur á þessu svæði. Hér má sjá iðagrænan mosann rétt undir Kirkjufelli sem er að Fjallabaki eða rétt við ökuleiðina Fjallabak Nyrðra.

Picture of the moss close to mountain Kirkjufell in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Höllin er skáli sem ekið er framhjá ef farin er efri leiðin (línuvegur) að Fjallabaki.

Picture of hut "Höllin" or castel close to road Fjallabak Nyrdri and Tungnaa in Landmannalaugar area in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Höllin er skáli sem ekið er framhjá ef farin er efri leiðin (línuvegur) að Fjallabaki.

Picture of hut "Höllin" or castel close to road Fjallabak Nyrdri and Tungnaa in Landmannalaugar area in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Blautuver er önnur þekkt leið sem liggur frá Ljótapolli (línuvegur) og kemur inn á leiðina að Fjallabaki rétt fyrir ofan Bjallavað.

Picture from Blautuver close to Ljotipollur in Landmannalaugar area in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Breiðbak er þekkt leið sem liggur á milli Langasjó og Tungnaá. Þaðan er mikið og flott útsýni upp að Vatnajökli, yfir Langasjó, Sveinstind og ekki síður til norðurs og austurs.

Picture from Breidbak close to Langisjor and Tungnaa in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Breiðbak er þekkt leið sem liggur á milli Langasjó og Tungnaá. Þaðan er mikið og flott útsýni upp að Vatnajökli, yfir Langasjó, Sveinstind og ekki síður til norðurs og austurs.

Picture from Breidbak close to Langisjor and Tungnaa in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo efst í Tungnaá ofan af Breiðbaki

Picture from Breidbak close to Langisjor and Tungnaa in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




og að lokum, þá er hér mynd af Tröllinu sem er þekkt fyrirbæri hjá þeim sem að ferðast mikið um Veiðivatnasvæðið. En þar er á ferð stór tröllkarl sem hefur líklega orðið af steini þegar sólin náði að skína á hann. Ég fékk þessa mynd að láni á netinu, en á eftir að setja inn myndir af þessu svæði á vefinn hjá mér.

Tröllið er á bökkum Tungnaár og má búast við því að hann eigi eftir að fara á sund eins og annað þekkt fyrirbæri sem hvarf með óvæntum hætti þegar verið var að búa til Hálslón. Picture of stone troll where new PowerStation Bjallavirkjun in Tungnaá will be put up close to Landmannalaugar in Iceland. Mynd fengin að láni á netinu (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir, click on picture to see more)


Hér er svo meira af myndum af Landmannalaugarsvæðinu.

Lít við í Landmannalaugum í dag - frábær staður http://photo.blog.is/blog/photo/entry/264814

Ég fékk góða reynslu af Land Rover síðustu helgi - Flottur bíll - myndir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348766

SKEMMTILEG FERÐ UM PÁSKANA - GPS SLÓÐ AF LEIÐINNI - uppfært http://photo.blog.is/blog/photo/entry/485410

MYNDIR ÚR PÁSKAFERÐ INN Í LANDMANNALAUGAR OG YFIR VATNAJÖKUL http://photo.blog.is/blog/photo/entry/488973

http://www.photo.is/06/08/4/index_5.html

http://www.photo.is/06/09/2/index.html



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Margfalt stærri virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Núúú? Þetta er ekki meira lón en þetta?? Það getur nú varla skipt máli hvort þarna eru illfærir álar eða lón, spegilfagurt og slétt.

ps. Flott hausmynd hjá þér

HP Foss, 10.9.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hausmyndin er af Fossi á Síðu. Fossinn hefur líka fengið nafnið Fagrifoss (samkvæmt korti) sem kemur ekki á óvart. En það er víst annar foss með sama nafni ekki langt þarna frá á leiðinni inn í Laka.

en hér eru fleiri myndir af fossinum Foss á Síðu :)

http://www.photo.is/06/07/4/index_16.html

http://www.photo.is/fly/pages/kps0704%20351.html

En varðandi lónið, þá varð mér á að hafa litinn á því blátt. Ég er ekki alveg viss um að Sjálfstæðismenn verði ánægðir með þessa misnotkun á litnum. En að sjálfsögðu á það að vera jökullitað.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.9.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

KLUKK, kallinn, nánar á minni síðu.

S. Lúther Gestsson, 10.9.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: HP Foss

Jú, Kjartan, kannast við kauða,ég er fæddur og uppalinn á Fossi, hef einnig séð þetta nafn "Fagrifoss" á kortum en það er ekki rétt, fossinn heitir einfaldlega Foss á Síðu. Hinsvegar heiti einn af fossbæjunum, Fagrifoss, bærinn sem stendur austan við lækinn.

Takk fyrir myndirnar.

kv- Helgi frá Fossi

HP Foss, 10.9.2008 kl. 20:03

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hafði það svona á tilfinningunni líka að nafnið Fagrifoss væri ekki rétt, en þetta stendur samt á korti hjá mér og það er meira að segja mjög nýlegt!

Á meðan ég man, þá náði ég aðeins að stríða Kára landverði síðast þegar ég var á ferð um Lakasvæðið nú í sumar.

http://www.photo.is/08/08/1/pages/kps08080140.html

en í ótukt minni, þá raðaði ég nokkrum steinum fyrir vegslóðann upp að skálanum hjá honum inni í Blágili. En hann er þekktur fyrir þessa steina sína út um allar trissur á hálendinu, við skulum vona að mér verði fyrirgefið (en ég er mjög stríðinn að eðlisfari) :)

En á meðan ég man, þá eru myndir af hinum rétta Fagrafossi hér

http://www.photo.is/08/08/1/index_5.htmlS

En ég á þær svo margar að ég læt vera að telja þær allar upp hér.

p.s. ég skal reyna að verða við þessari klukkubeiðni a.s.a.p. :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.9.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: HP Foss

 Aumigja Kári.

HP Foss, 10.9.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband