HÉR ER SMÁ SAMANTEKT UM NLFÍ OG FL.

Hvað þýðir BMI vægi? BMI gefur til kynna þyngdarstuðul viðkomandi eða fitumagn og er hægt að reikna út á þessari síðu hér:

http://www.doktor.is/index.php?option=com_prof&id=bmi

Stuðulinn má helst ekki fara yfir 30 og ef stuðulinn liggur á milli 25-27 ætti að fara að huga að þyngdinni svo að það bitni ekki á heilsunni.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði er endurhæfingardeild og heilsuhæli í eigu Náttúrulækningafélags Íslands

Heilsuhælið hefur getið sér mjög gott orð og er það orðið þekkt fyrir góðan aðbúnað og einstaklega holt fæði sem kokkurinn Jónas ber ábyrgð á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á heilsuhæli NLFÍ er þessi fína æfingaraðstaða

Hér má hlaupa af sér spikið ef þurfa þykir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Því næst er kjörið að skella sér í heita gufu

NLFÍ eru bæði með rak og þura gufu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo má næst bregða sér í leirbað

Hér er gott að hvíla lúin bein. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo er sundæfing næst á dagskrá undir leiðsögn starfsmanna

Sundlaugin er ný og ein sú fullkomnasta sem völ er á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Maturinn er eingöngu heilsufæði og hér má sjá vatnslosandi te sem búið er til úr íslenskum jurtum og er mjög vinsælt meðal vistmanna

En líklega er það matarræðið sem hefur hvað mest áhrif á holdafarið. Sleppa öllu brauði, gosi og öðru ruslfæði. Borða mikið af ávöxtum og margar smáar máltíðir yfir daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir allt erfiðið, þá má bregða sér í nudd

Á heilsuhælinu í hveragerði er fullkomin aðstaða til að aðstoða þá sem þangað sækja. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En Reykjalundur er í Mosfellsbæ og má sjá myndir hér

Reykjalundur í Mosfellsbæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Metaðsókn í offitumeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og ævinlega flottar myndir, hefur NLF'I ,eða frumkvöðlar  nokkurn tíma verið heiðruð ?Datt þetta svona í hug.

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég veit að NLFÍ hefur fengið stuðning víða og hefur verið byggt upp fyrir fé sem stofnunni hefur fengið frá aðilum m.a. út í bæ.

Ég tók myndir af nokkrum skiltum á hurðum sem voru á sumum herbergjanna og er líklega þekktast herbergið sem merkt er Maggnýjarherbergi og má sjá skjöld sem útbúin var í því sambandi sem sést hér:

http://www.photo.is/08/05/5/pages/kps05082022.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.8.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband