HELLA, GADDSTAÐAFLATIR, HESTAMANNAMÓT - MYNDIR

Hér má sjá einn glæsilegasta reiðvöll landsins á Hellu

Horft til suðurs yfir reiðvellina á Gaddstaðaflötum á Hellu. Pictures of Gaddstadaflotum at Hella village in south of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo loftmynd af hesthúsahverfinu á Hellu

Hverfið er staðsett norðan við bæinn. Every town and villages in Iceland have there own riding club. Pictures of Hella's riding clubs houses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein þekktasta veiðiá landsins Ytri-Rangá rennur í gegnum Hellu. Rétt fyrir ofan bæinn má sjá þennan fallega foss sem heitir Árbæjarfoss

Tveir fossar eru í ánni, Árbæjarfoss og Ægissíðufoss. Nokkur veiði hefur verið í ánni frá fornu fari, Ytri Rangá er í dag einhver besta laxveiðiá landsins með yfir 5000 laxa veidda á síðasta ári. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo má ekki gleyma flottum flugvelli sem er við Hellu en þar halda svifflugmenn einnig landsmót eins og hestamenn enda aðstaða til svifflugs þar mjög góð.

Fisflugmenn og einkaflugmenn njóta líka góðs af flugvellinum á Hellu sem er löng grasflugbraut. Airport for gliding at Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En annars er fín ferðaþjónusta rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum

Árhús er smáhúsagisting á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferðaþjónustan Árhús rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum

Árhús á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hjólhýsastæði með rafmagni að verða uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Hrikalega geggjaðar myndir maður. Og það er líka svo gaman að skoða myndir af sínum heimaslóðum og nágrenni. Líka þar sem að þú ert með sjónarhorn sem að maður sér ekki öllu jöfnu.

Sendi *risa tölvu knús* til þín og þú átt sko heiður skilið fyrir þetta framtak að halda uppi svona síðu.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 11.6.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hæ, frábærar ljósmyndir hjá þér. tekur þú þær sjálfur?

Ég er oft að skrifa greinar á íslensku wikipedia is.wikipedia.org  og langar til að skrifa greinar um staði á Íslandi en okkur vantar oft myndefni. allt efni sem er á wikipedia þarf hins vegar að vera þannig að það sé frjálst til dreifingar  (T.d. með cc-by-sa höfundarleyfi). Öll vinna inn á wikipedia fer fram í sjálfboðaliðsvinnu. Mér datt í hug hvort þú ættir í fórum þínum einhverjar myndir sem þú værir til í að gefa í commons.wikimedia.org  

Ég tek sjálf stundum myndir  t.d.  Myndir úr Grasagarði Reykjavíku

og hleð þeim þarna inn og þá geta allir notað þessar myndir að vilt (ég set þær í public domain en það er allt í lagi að takmarka höfundaréttinn ennþá meira nema það verður að vera frjálst höfundarleyfi og það verður að vera leyfilegt að nota í viðskiptatilgangi). Myndir sem settar eru inn á commons.wikimedia.org eru samnýttar með öllum wikipedia. 

 Ég tók myndir út í Skáleyjum af fjörunni þar og setti á grein um Breiðafjörð

http://en.wikipedia.org/wiki/Brei%C3%B0afj%C3%B6r%C3%B0ur

svo er þessi mynd komin á greinar  á norsku um Breiðafjörð http://no.wikipedia.org/wiki/Breidafjord og á fleiri tungumál.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.6.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl Salvör,

Þú mátt nota þessar myndir eins og þú vilt inn á wikipedia. En ég nota þann vef mikið. Ég hef séð að myndirnar sem verið er að nota þar eru mjög mismunandi af gæðum og oftar en ekki vantar hreinlega myndir með textanum. Stóru myndirnar hjá mér eru 800x600 að stærð, en það má bæði vísa á myndaslóðina eða ná í myndina inn á vefinn hjá mér. Ég reyndi að setja inn tengingu á wikipedia á sínum tíma á eitthvað af myndum frá mér en þá var litið á það sem auglýsingu og því hætti ég því snarlega. Svo líklega er betra að einhver annar geri það en ég :)

Fram af þessu hefur þessi vefur minn verið unninn í sjálfboðaliðsvinnu og ekki hlotið neina styrki. Ekki eru heldur neinar auglýsingar frá öðrum inni á vefnum svo að wikipedia hlýtur að geta sætt sig við myndir frá slíkum vef.

Eins og er ég staddur á Látrabjargi og því er tölvusambandið ekki upp á það besta þessa stundina.

Með kveðju frá Vestfjörðum :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.6.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú öfunda ég þig, Kjartan... fyrir að vera staddur fyrir vestan! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Einnig þakka "jég" JEG fyrir innlitið og knúsið og svo má ekki gleyma að benda á fínu myndirnar hjá Salvöru sem eru inni á wikipedia. En ég var einmitt að velta fyrir mér Skáleyjum þegar ég var að sigla yfir Breiðafjörðinn fyrir 2 dögum síðan þegar ég var að sigla yfir fjörðinn með Baldri.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.6.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl Lára.

Er að taka myndir af lunda og fl. eins og er í æði aðstæðum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.6.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband