"ROLLING STONE"S Í KRINGUM INGÓLFSFJALL - NÝJAR MYNDIR + KORT

Ég upplifði stóra skjálftann á Suðurlandi uppi á 10 hæð í Kópavogi þar sem blokkin sveiflaðist til ansi hressilega. Á meðan horfði maður á myndir hreifast á veggjum.

Það var ekki laust við að maður hugsaði nokkrum mánuðum aftur í tímann þegar maður var staddur í Grikklandi síðustu áramót og upplifði nákvæmlega sömu tilfinningu á hóteli í Aþenu. Jarðskjálfti, sem mældist 6,5 stig á Richter, varð í suðurhluta Grikklands Upptök skjálftans voru 124 km suðvestur af Aþenu á Pelópsskaga djúpt undir yfirborði jarðar.

Það eru greinilega mikil umbrot í gangi víða á jörðinni eins og sjá má á því sem er líka að gerast í Kína.

Þar sem veðrið var gott til flugs, þá var ákveðið að fljúga austur í sveitir og reyna að athuga hvort að hægt væri að taka myndir af verksummerkjunum. Hér má svo sjá myndir úr ferðinni þar sem öflugur jarðskjálfti upp á 6.1 á Richter-skala reið yfir suðurlandið í gær.

Hér í hlíðum Ingólfsfjalls eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.

Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.1 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar stór steinn hefur rúllað niður hlíðina og skoppað yfir lækinn og skemmt girðinguna

Verksummerki jarðskjálftans mátti sjá víða í hlíðum fjallsins sem brotin strikalína niður fjallið þar sem stórir steinar og jafnvel björg hafa rúllað niður hlíðar fjallsins. Pictures of rocks rolling down the side of mountain Ingolfsfjall close to Hveragerði. Strong earthquake rocks Iceland. A big earthquake shake the area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, rétt við upptök skjálftans mátti víða sjá verksummerki eftir jarðskjálftann

Miklar skriður hefðu getað farið af stað í námunni og hefði auðveldlega stórhætta geta skapast ef menn hefðu verið við vinnu á svæðinu. Pictures from the south side of Ingolfsfjall close to Selfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá stórt bjarg í austur hlíð Ingólfsfjall sem fallið hefur ofarlega úr fjallinu.

Litlu má muna að mannvirki víða undir fjallinu gætu orðið fyrir grjótskriðum og hér eru tveir háspennustaurar ekki langt undan. Pictures from the east side of Ingolfsfjall close to river Sogid. Iceland, which has a population of about 300,000, is a geologically unstable volcanic island in the north Atlantic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar stórt bjarg hefur rúllað niður úr hlíðinni fyrir ofan bæinn Tannastaði sem er austan megin undir hlíðum Ingólfsfjalls

Hér hefur bjargið brotið sér leið í gegnum grjóthleðslu sem umlikur túnið á Tannastöðum. Það má sjá að bjargið er með beina stefnu á sveitabæinn. Pictures of rock close to the farm Tannastadir (east side of Ingolfsfjall close to river Sogid). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við leiðsögumenn gerum oft mikið grín af þessum sumarbústað sem settur hefur verið inn á milli stórra bjarga í skriðu suðaustur undir hlíðum Ingólfsfjalls. Sumir segja þá sögu að einhver pirraður á tengdamóður sinni hafi byggt þennan sumarbústað hana :)

Ef betur er að gáð, þá má sjá hvar stór björg hafa hreifst úr stað vinstra megin við sumarbústaðinn. Pictures from the east-south side of Ingolfsfjall of small summerhouse close to Selfoss surrounded with big rocks. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hefur einn stór grjóthnullungur reynt að hitta fyrir lítinn skúr eða kerru eins og í keilu en til allra hamingju ekki náð að hitta

Það gleymist oft að tala um öll þau skipti sem að við sleppum rétt svo með skellinn. En þau eru ófá dæmin sem við viljum oft gleyma eins og í þessu tilfelli. This one was lucky :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er vel sloppið er tjónið er ekki meira en 2-3 girðingarstaurar

Hér er girðing á hliðinni undir vestur hlíð Ingólfsfjalls. Picture of rock after the big earthquake close to mountain Ingolfsfjall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi

Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.

Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein aflvéla Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sló út við jarðskjálftann í Ölfusi. Keyra þurfti vélina upp og var hún komin á fulla ferð aftur hálftíma seinna

Hellisheiðarvirkjun. Pictures of Hellisheidarvirkjun Orkuveita Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálfti er í jarðskjálftafræði titringur eða hristingur í skorpu jarðar. Upptök jarðskjálftans er á þekktum flekaskilum. Við jarðskjálfta losnar spenna sem myndast vegna núnings milli jarðskorpu fleka. Þessi spenna getur hafa verið að safnast upp í hundruð ára en losnar á einu augnabliki með fyrrgreindum afleiðingum.

Á jörðu verða jarðskjálftar á hverjum degi, þó svo að við tökum ekkert eftir þeim. Þetta er mjög eðlilegt vegna jarðskorpuhreyfinga, einkum á mótum tveggja jarðskorpufleka. Meirihluti allra jarðskjálfta eru litlir (undir 5 á Richter-skala) og valda engu tjóni en aðrir eru stærri og í kjölfar þeirra geta fylgt margir smærri skjálftar, svokallaðir eftirskjálftar. Jarðskjálftum fylgir hinn kunnuglegi titringur auk þess sem sprungur geta komið í jörðina og mannvirki geta skemmst eða jafnvel hrunið, flóðbylgjur geta farið af stað og skriðuföll bæði í sjó og á landi geta farið af stað. Það sem bjargar okkur Íslendingum umfram aðrar þjóðir þegar jarðskjálfti ríður yfir er að bergið er frekar ungt og eftirgefanlegt og því verða áhrifin ekki eins mikil hér á landi eins og víða annars staðar þar sem bergið er mun harðara.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 30. okt. 2008 snemma í morgun þegar þetta blogg var samið. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir


Vefur Veðurstofunnar hrundi í skamma stund  í kjölfar jarðskjálftans. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni lá hann þó einungis niðri í um hálftíma.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ástæðan fyrir þessum áhuga á jarðskjálftafræðum má líklega rekja til þess að ég bjó á Kílhrauni á Skeiðum og þar lenti maður stundum í því að aka ofan í sprungur sem lágu í gegnum túnin. Síðasti stóri suðurlandaskjálftinn átti upptök sín aðeins 4 km frá Kílhrauni rétt við Hestfjall.

Annars frétti ég að Hans Kristján Guðmundsson ásamt öðrum hefðu verið á flugi í hlíðum Ingólfsfjalls á svifvæng (paraglider) þegar ósköpin dundu yfir og tókst honum að mynda atburðinn á myndavélina sýna beint fyrir framan sig - úr lofti!

Þannig að líklega á hann mynd ársins - Til hamingju Hans :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tíðindalítil nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svakalega er þetta flott hjá þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.6.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband