HVALASKOÐUN MEÐ ELDINGU - MYNDIR

Tek heils hugar undir þau orð Þórunnar Sveinbjarnardóttur

„Losun gróðurhúsalofttegunda er meiri á hvert mannsbarn á Íslandi en í flestum öðrum löndum heims. Stór hluti af þeirri losun fellur til við eldsneytisbruna. Við þurfum að finna nýjar lausnir. Þetta verkefni er prýðilegt dæmi um frumkvæði Íslendinga í rannsóknum og nýtingu visthæfs eldsneytis,“

Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru þau undur sem ferðamenn eru að koma til landsins til að fá að sjá með eigin augum

Hvalur kemur upp til að blása. Whale come up to the surface, Humpback (Megaptera novaengliae) close to Husavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd sem sýnir vel hvað hægt er að komast nálægt hvalnum

Það er von að ferðamenn verða spenntir þegar þeir komast svona nálægt hval eins og þessi mynd sýnir. Tourist get exited when they get closer to the whale as this picture show. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Vetnisljósavél tekin í notkun í Eldingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk og gleðilegt sumar Ása og aðrir bloggarar. Í tilefni dagsins, þá gekk ég upp á Esjuna áðan. Lentum félagarnir í smá slagveðri sem kom ekki að sök. Þrátti fyrir kaffistopp á leiðinni (aðallega til að ég næði andanum aftur), þá náðum upp að stóra stein á 1:05 sem verður að teljast nokkuð gott enda lítið hreyft mig síðustu mánuðina. En vorum ekki nema 30 mín til baka. Er að þjálfa mig fyrir ferð sem ég stefni á að fara upp á Hvannadalshnjúk fljótlega.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert hetja! Ég sit hér og horfi á Esjuna, það er þónokkur snjór í henni ennþá.

Gleðilegt sumar og takk fyrir allt í vetur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:25

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Stundum þarf maður að taka sig taki og gera aðeins meira en bara horfa á Lára, þó svo að það geti stundum verið þægilegt. Það verður víst að taka þátt í leiknum líka. Það var meira félagi minn sem dró mig í þessa ferð og á hann allar þakkir skildar fyrir. En það kom á óvart hvernig þrekið jókst þegar líða tók á ferðina (sérstaklega á leiðinni niður). Annars var nánast engin snjór á þeirri leið sem að við fórum fyrir utan smá snjór í djúpum dældum. Aðallega var þetta bleyta og drulla þegar ofar dró.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ef ég tek mig taki og fer í fjallgöngu fæ ég tak - í bakið. Tekur mig laaaaaangan tíma að jafna mig. Svo er ég svo lofthrædd undir þessum kringumstæðum að ég lamast og kemst hvorki upp né niður. Ég læt mér því nægja að horfa á fjöllin og dást að fegurð þeirra... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gleðilegt sumar!

Virkilega flottar myndir Kjartan!

Var ekki skipt um vél í Eldingu og fyrsta opinbera siglingin í dag? Nú brennir Eldingin vetni í stað olíu. Fyrir vikið er vélahljóð lægri og því unnt að komast nær hvölunum. Hlakka til að fara í hvalaskoðun með erlenda ferðamenn í sumar.

Gömlu hvalbátarnir eru allir knúnir með gufuvélum. Þær eru mjög hljoðlátar. Sú hugmynd hefur verið sett fram að Hvalur hf með Kristján Loftsson breyti bátunum í hvalaskoðunarskip. Því miður er hann ekki á því blessaður karlinn en svo virðist sem unnt sé að græða á að skoða hvali ekki síður en að skjóta þá.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Guðjón,

Ekki var nú alveg skipt um vélina í bátnum, heldur aðeins aðra af tveimur ljósavélum um borð. Á heimasíðu www.newenergy.is má lesa:

"Elding, var áður björgunarskip í eigu slysavarnarfélagsins. Um borð eru reyndar tvær ljósavélar sem ganga fyrir dísilolíu. En nú hefur önnur þeirra verið tekin niður og í stað hennar kemur vetnisrafali og vetnisgeymsla neðanþilja. Ljósavélin framleiðir rafmagn úr vetni og knýr þannig siglingabúnað, ljós og önnur rafmangstæki um borð. Þar sem vetnisrafalinn er því sem næst hljóðlaus er hægt að skoða hvali í þögn ef aðstæður leyfa að slökkt sé á meginvél skipsins, en hún er ennþá knúin olíu. Ekki er tekið stærra skref í þetta sinn því ekki er enn vitað hvort PEM rafalar þoli aðstæður á sjó. Áfyllingarstöð verður einnig tekin í notkun á Ægisgarði til að fylla á geymslur sem hafðar eru neðanþilja á skipinu. Þrýstingur verður rétt undir 200Mpa þar sem vetnið er flutt í tönkum frá stöðinni við leyfilegan hámarksþrýstingi. í lest skipsins er ,,sjórúm" sem skýrir tæknina og verður afdrep fyrir þá sem vilja kynna sér hvaðan vetnið er fengið, hvernig kerfið er sett upp og stutt lýsing á ýmsum vetnisverkefnum undanfarinna ára. Akkur, sjóður vélstjóra og járniðnaðarmanna styrkti framsetninguna. Síðan er ætlunin að tak púls á ferðamönnum sem fara í ferðir með Eldingu og spyrja út í val þeirra á afþreyingu, skoðun á notkun visthæfs eldsneytis innan ferðaþjónustu og fleira í þeim dúr. Reyndar verða stúdentar við vinnu um borð í Eldingu við að taka myndir af þeim hvölum sem hóparnir mæta. "

En þessi rafall er um 10kW af stærð og getur í mesta lagi drifið sem nemur ca. 10 hraðsuðukatla eða eins og þeir segja sjálfir "knýr þannig siglingabúnað, ljós og önnur rafmangstæki um borð"

Einnig verður um borð kynning á tækninni fyrir ferðamenn.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir reglulegt innlit Erlingur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 20:53

9 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Gleðilegt sumar!!!

Alltaf flottar myndir hér - og yfirleitt eitthvað léttara hjal...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 24.4.2008 kl. 21:08

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk og gleðilegt sumar Bragi.

Ég reyni þó að koma með eitthvert leiðindahjal inn á milli svo að það sé einhver breidd í þessu hjá mér. Það væri nú lítið gaman að þessu ef þetta væri eintóm flatneskja og halilúja skrif hjá mér. En annars reyni ég að leggja meiri áherslu á myndir frekar en skrif.

En þetta með "tak" í bakið hjá Láru Hönnu ætti að vera lítið mál að laga, ég hélt að hún væri með mann sem ætti að geta nuddað þetta úr henni eða það ætla ég rétt að vona :)

En þetta með flughræðsluna aftur á móti get ég tekið að mér að laga og því hef ég ákveðið að bjóða Láru í flug á sunnudaginn á mótorsvifdrekann hjá mér og ég lofa að taka smá rússíbanaflug fyrir hana. Ég hringi í þig Lára á sunnudag til að minna þig á ef veður leyfir.

En Guðjón þetta með hvalina og hvalbátanna, þá er ekki spurning að Kristján Loftsson er minn maður enda lítill og ræfilslegur eins og ég. Ég átti þess kost á að vinna fyrir hann hér um árið og lenti þá í skemmtilegri rimmu við hann þegar við vorum ekki sammála. En þar sem hann átti peningana, þá fékk hann að ráða að lokum :)

En ég á ekki von á að hann fari að reka ferðaþjónustu fyrir ferðamenn enda hefur hann komið fram í fjölmiðlum og sagt að þetta ferðamennskudæmi gæti aldrei gengið upp. En eg skil hann vel, því á sínum tíma þá gáfu hvalveiðar um 4% af gjaldeyristekjum íslendinga þegar best lét og naði hann þá að byggja upp sitt veldi og rúmlega það.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 22:35

11 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Gleðilegt sumar Kjartan. þetta er frábært framtak hjá þeim á Eldingu og vonandi á þetta eftir að ganga vél með nýju vetnisvélina.

Sölvi Breiðfjörð , 25.4.2008 kl. 03:45

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðilegt sumar Sölvi,

Það vil svo til að ég hef mikinn áhuga á öllu sem snýr að nýrri tækni í vistvænum vélum. Það er líka fyrir löngu komin tími á að það fari að gerast eitthvað mjög róttækt í þeim málum.

Ég var svo heppin á sínum tíma að fá að vinna að þróunarverkefni við að útbúa rafrænan tölvustýrðan stjórnbúnað fyrir íslenska blöndunginn sem Fjölblendir hefur verið að þróa. Í dag er þessi blöndungur að fá mikla athygli fyrir framsækna hönnun, einfaldleika, betri bruna, minni mengun og góða virkni og er þegar komin í fjöldaframleiðslu fyrir heimsmarkaðinn.

Sú hefðbundna bílvél sem við þekkjum í dag hefur nánast ekkert breyst í nánast heila öld og er það alveg með ólíkindum að engin ný alvöru tækni skuli ekki hafa komið fram. Greinilegt er að það er mikil gerjun í gangi á þessum sviðum og meira að segja hér á okkar litla Íslandi líka.

Það verður gaman að skoða vetnisvélina um borð í Eldingu næst þegar maður fer með ferðamenn í hvalaskoðunarferð.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.4.2008 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband