ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ ÞAÐ - AÐ AKA JEPPA Á ... - MYNDIR

Ekki kemur það á óvart þegar fólk hefur fengið að upplifa alvöru fjallastemning í góðu veðri uppi á fjöllum langt frá mannabyggðum. Hér má sjá nokkrar myndir af jeppum á fjöllum.

Ekið yfir á á leið inn í Landmannalaugar

Jeppi á leið inn í Landmannalaugar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér munaði litlu að jeppinn myndi velta. Það er margt sem ber að varast þegar snjóblindan og lélegt skyggni er annars vegar

Jeppi nærri oltin við Landmannalaugar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stundum þarf að aka einhvern spöl til að komast yfir árnar. En hái bakkar geta oft verið erfiðir

Leitað er að stað til að komast upp á bakkann hinu megin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stundum þarf einhver að labba á undan bílunum til að finna betri leið

Í snjóblindu getur þurft að láta einn ganga á undan bílnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið á Landcruser

Sá gamli góði á góðri siglingu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og Pajero

Pajero á góðri siglingu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá að konur gera sig gildandi í þessari íþrótt líka

Konur eru farnar að sýna jeppaíþróttinni meiri áhuga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Landrover á 44"

Gamla landbúnaðartækið stendur vel fyrir sínu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gist er í fjallaskálum á svona ferðum víða um hálendið

Nóg er af flottum fjallaskálum á hálendinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í púðursnjó getur færið verið erfitt á köflum

Erfitt færi þegar gljúpur púðursnjór er annars vegar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki ósjaldan þarf að gera við á fjöllum og þá er gott að hafa með þá sem reynsluna hafa og kunna vel til verka

Oft þarf að gera við við erfiðar aðstæður á fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stærðin skiptir máli hér má sjá 44" dekk

stór dekk gefa meira flot (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Landcruser, í bakgrunni má sjá bjarmann af sólinni

sólsetur getur verið fallegt á fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auðvelt er að festa sig, og verra er ef það bilar eitthvað í leiðinni

bíll bilaður við erfiðar aðstæður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næturbröltið getur stundum borgað sig eins og sannast á þessari mynd hér

Norðurljós í öllu sínu veldi á fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki ósjaldan sem jeppamenn hittast á fjöllum og ræða málin

Það þarf að fá upplýsingar frá hver öðrum áður en farið er á fjöll (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Áfjáðir í íslenska jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

frábærar myndir, og sérstaklega fannst mér myndin þar sem jeppinn hefur norðurljósin í bakgrunni flott.

Óskar Þorkelsson, 4.4.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Óskar

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.4.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Já hún ber af sú mynd, allavega fyrir mína parta

Sölvi Breiðfjörð , 4.4.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband