Stofnannavæðing smáfélaga að hætti Umboðsmanns :)

Þá er það komið á daginn. Það er um að gera að stofnanavæða fisfélag með tilheyrandi reglum, boðum og bönnum. Síst átti ég nú von á að þetta mál myndi nú rata inn á borð Umboðsmanns Alþingis.


Grein af Visi.is (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er af sem áður var. Fyrir aðeins örfáum árum var þessi félagskapur án allra boða og banna. Enda hér um grasrótarsamtök í flugi að ræða.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta samt ekki bara spurning um tíma, hvenær en ekki hvort....

Það eru alltaf aðilar sem ekki geta fellt sig við það sem fyrir er, og ef menn telja virkilega að það verði

auðveldara að eiga við einkavæddar stofnanir með skráningar og skoðanir þá held ég að það sé misskilningur....

Þórir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Forsjárhyggja og ofstjónunarárátta hjá kerfiskörlum/kerlingum.

Þorsteinn Sverrisson, 15.1.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er auðvitað spurning um traust. Ef einhver sem er í forsvari í félagi gerir e-ð sem ekki er í góðu samræmi við vilja allra félagsmanna, þá getur farið svo að ýmsir telja hann ekki lengur traustsins veður. Þannig hefur það verið í þessu tilfelli. Enginn er skyldur að vera í félagi sem hann hefur ástæðu að tortryggja eða ber ekki traust til. Það er einmitt á þessum sjónarmiðum sem umboðsmaður Alþingis byggir álit sitt á.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég held að málið hafi snúist að einhverju leiti um það að félög á öðrum svæðum þurfi ekki að greiða félagsgjöld til félags sem staðsett er í Reykjavík sem síðan væri farið að taka að sér hlutverk Flugmálastjórnar. Svo er það annað mál, til hvers þarf annars að vera að skrá allt milli himins og jarðar? Líklega svo hægt sé að innheimta skatta og fjölga stöðugildum hjá ríkinu!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.1.2008 kl. 23:55

6 identicon

Það verður ekki langt þangað til að ríkiskrumlan nær að drepa niður allt fisflug á Íslandi eins og búið er að gera með einkaflugið í dag!

Ofsköttun og endalaust reglugerðarbull er allt og alla að sliga og lítið áhugamannafélag í fisflugi þar ekki undanskilið.

Í fljótræði þeirra aðila sem sáu um að útbúa einhverjar bráðnauðsynlegar reglur fyrir þær örfáu hræður sem stunda fisflug sér til skemmtunar, að þá virðist þeim hafa tekist að koma sömu reglum varðandi læknisskoðun sem flugmenn stórra flugfélaga þurfa að gangast undir á fisflugmenn.

Er virkilega ekki hægt að fá flugskírteini sem gildir þar til menn komast á aldur eins og þegar verið er að aka bíl?

Leifur (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:56

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er nú auðvita orðið grafalvarlegt mál ef stjórn einhvers saumaklúbbs úti í bæ er farin að haga sér svo illa að Umboðsmaður Alþingis þurfi að skakka leikinn!

Það er með þetta eins og stjórnmálaflokkana - Þetta er það sem menn kjósa yfir sig :)

Eða er ekki svo?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.1.2008 kl. 15:10

8 identicon

Ef það vefst fyrir einhverjum, þá sendi ég fyrirspurn til Umboðsmanns Alþingis, hvort hægt væri að skylda mig til að vera í Fisfélagi Reykjavíkur, til að eiga og nota fisflugvél. Vitnaði ég til laga um félaga og trúfrelsi. Ástæðan var sú að ég vildi  vera í Fisfélagi Reykjavíkur og borga félagsgjöld,en vildi ekki borga tryggingar, sem voru innifaldar, vegna þess að þær voru ekki samkvæmt lögum. Enda hafði ég keypt tryggingar hjá TM, sem voru fullnægjandi, og þar að auki kaskótryggingu samtals 191.838 kr. Þetta snýst allt um reglugerð og lög. Að marggefnu tilefni, segi ég sem minnst, en skrifa þeim mun meira og prenta allt út og geymi í stórri möppu, sem ég get sýnt hverjum sem er. Endilega kynnið ykkur málið áður en þið hrópið, að allt sé að fara fjandans til, eða er einhver tilbúinn að segja til um hvernig fismálum verði komið eftir tvö ár, og leggja heiður sinn að veði.

Kveðja Hans Óli.........

Hans Óli (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 20:44

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er þá þannig sem er í pottinn búið. Fer þá þetta dularfulla mál að skýrast allt betur - sem er vel :)

Það er von að sumir komi að fjöllum þegar svona fréttir berast frá fjölmiðlum öllum að óvöru.

Ég vissi ekki betur en að þessar tryggingar sem að við höfum nú þegar sem hluta af félagsgjöldum væru á hlægilegu verði miða við það sem tíðkaðist á Íslenskum tryggingarmarkaði!

Það voru aðilar sem lögðu mikið á sig til að ná fram hagstæðum samningum fyrir félagið erlendis á sínum tíma. Ekki er hægt að segja annað en að þau kjör sem þar voru í boði hafi félagsmenn tekið fagnandi.

En annars, þá hefði ég meiri áhyggjur að öðrum og mun alvarlegri málum hjá félaginu.

Það er auðvita ekki gott ef ekki er hægt að ráðfæra sig við stjórnina áður en farið er með málið fyrir einhverja stofnun úti í bæ.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.1.2008 kl. 22:03

10 identicon

þíðir það að ég þarf ekki að skrá mig í fisfélag ef ég læt skrá fisið mitt

Pétur karlsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:25

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Samkvæmt úrskurði Umboðsmanns Alþingis ættir þú að geta verið utan félags þó svo að þú ættir fis, þarft bara að standa þínar skyldur við Flugmálastjórn varðandi skráningu. En annars er stór hluti af öllum áhugamálum félagsskapurinn :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.1.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband