Fram til þessa hafa minnisvarðar reistir konum í Reykjavík verið nánast nafnlausir.

Það eru mjög fá dæmi um að minnisvarðar reistir í nafni kvenna hafi verið reistir til heiðurs ákveðnum konum. Ef minnisvarðar karla eru skoðaðir, þá er ekki þverfótað fyrir þeim í borginni.

En sjálfsdýrkun karla hefur því miður verið meiri meðal karla en kvenna í gegnum tíðina.

Hver ætli sé ástæðan?


mbl.is Minnisvarði um Bríeti mun rísa í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég man eftir einni nafngreindri kvenstyttu (öllu heldur brjóstmynd), Björgu C. Þorláksson við eina háskólabygginguna, Odda. Er ekki ástæðan þessi klassíska, karlar skrifuðu söguna út frá sínu sjónarhorni og lögðu áherslu á hörðu gildin?

Hvaða fleiri kvenna en Bríetar söknum við? Ég þori varla að nefna nöfn, svo hrædd um að gleyma einhverri sjálfsagðri. Þurfa þær að vera horfnar af sviðinu eða má minnast Vigdísar svona, og Auðar Laxness? Ingibjörg H. Bjarnason var líka merkileg kona á sinni tíð, og hvað hét aftur rektor Kvennaskólans í öndverðu?

Söknum við einhverra karla - Tómasar Guðmundssonar sem var mikið ræddur í fyrra?

Berglind Steinsdóttir, 19.7.2007 kl. 08:13

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi mynd sýnir vel hvernig þessum málum er fyrirkomið:

http://www.photo.is/skoli/list/pages/DSCF0025x.html

Þarna er brjóstmynd af karli í forgrunni, gæti verið nafnlaus kona í bakgrunni við kennslu!

Venjulega eru styttur af konum andlitslausar. Oft fagurlimaðar styttur eins og sjá má hér:

http://www.photo.is/skoli/list/pages/DSCF0001.html

http://www.photo.is/skoli/list/pages/DSCF0002x.html

http://www.photo.is/skoli/list/pages/KPS03908.html

http://www.photo.is/skoli/list/pages/KPS03918.html

http://www.photo.is/skoli/list/pages/KPS04592.html

Hér eru þau fáu dæmi sem að ég man eftir að gerð er stytta til minningar um ákveðna konu:

http://www.photo.is/skoli/list/pages/DSCF0986.html

og svo man ég eftir þessari sem allir eiga að þekkja

http://www.photo.is/skoli/ferd/pages/kps05041326.html

En sú stytta er svo lítil að það er varla eftir henni tekið :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.7.2007 kl. 08:37

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og svo að ég kveini svolítið finnst mér bráðvanta merkingar við margar styttnanna. Reyndar hef ég tekið eftir því í öðrum löndum líka, t.d. rápaði ég mikið um Arnhem í Hollandi eitt sumarið og þar voru margar styttur og myndverk, yfirleitt allt illa merkt.

En hvort eru það karlar eða kerlingar sem dansa sem óðast við Perluna? Reyndar ekki nafntogað fólk, augljóslega ...

Berglind Steinsdóttir, 19.7.2007 kl. 16:50

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Konur - ekki spurning :D

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband