Áhugaverð umræða!

Í fréttinni má lesa eftirfarandi:

"Inn í það væri byggt flækjustig sem væri til þess fallið að draga alla málsferð á langinn og tók dæmi um mál þar sem Hæstiréttur hafi fellt niður refsingu þar sem mannréttindi hafi verið brotin á sakborningum þegar mál töfðust úr hófi."

Vandamálið er bara að fyrir suma að koma máli fyrir Hæstarétt er ekki fyrir neina meðaljóna og það kostar peninga og tekur líka tíma!

Spurning hvort að kerfið sé að vakna upp við vondan draum.

Líklega erum við á Íslandi með eitt frumstæðasta stjórnsýslukerfi sem um getur þó víða væri leitað.

Það er ekki venja að fólk fái að rífast og skammast yfir gjörðum alvaldsins hér á íslandi.

Ef mjólk er hækkuð t.d. í Danmörku um 1 krónu, þá verður allt vitlaust og fólk er fljótt að taka við sér. Það bara hættir að kaupa mjólk í nokkra daga.

Þetta heitir samstaða og virðist vera algjörlega óþekkt fyrirbæri á íslandi. Því miður er þrælslundin mönnum svo töm að undrun sætir.

Hver ætli fari með stjórn landsmála í þá 109 frídaga sem 63 nýkjörnir þingmenn voru að fara í?

Ætli sé hægt að stjórnað landinu úr heitapottinum í fína sumarhúsinu sínu þar sem setið er með bjór í annari og fartölvuna í hinni ?


mbl.is Efla þarf málsmeðferð efnahagsbrota á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband