Hús og aðstaða tekin af íþróttafélagi!

Nú stefnir í það að Grund, aðstaða flugmanna sem stunda svifdrekaflug, paragliderflug (svifhlíf), mótorsvifdrekaflug, 3ja ása fis flug og paramótorflug (svifhlíf með mótor) verði tekin af okkur. En félagsaðstaða til 30 ára verður nú að víkja fyrir stækkun Reykjavíkur.

Eins og sjá má þá samanstendur fisfélagið af um 5 mismunandi flugíþróttagreinum.

Allt virðist þetta vera fljótandi hvernig staðið er að þeim málum hvernig félagsmönnum verði bætt sú aðstaða og húsnæði sem af þeim er tekin. En þess má geta að félagsmenn hafa sjálfir byggt upp í eigin reikning umrædda aðstöðu síðustu 20-30 árin.

Borgin er að fá í sínar hendur eitt fallegasta byggingarsvæði á stórreykjavíkursvæðinu og það verður fróðlegt að sjá hvort að okkar íþróttafélag sitji við sama borð eins og önnur íþróttafélög. En í næsta nágrenni má sjá að vel hefur verið gert við þá sem stunda fótbolta-, golf-, hesta- eða aðrar íþróttagreinar.

Undalegt er að gólfvellir fá að rísa upp á dýrustu landssvæðunum án athugasemda á meðan ýmsar aðrar hliðaríþróttagreinar þurfa að víkja sem lengst í burtu. Þar mætti nefna skotveiðar, mótorkross í því sambandi.

Ég man ekki betur en að Kópavogsbær fengi vel fyrir sinn snúð þegar þeir fengu land hestamanna og seldu svo með góðum gróða stuttu seinna.

Við félagsmenn fisfélagsins verðum að vona að við sitjum við sama borð og önnur íþróttastarfsemi í landinu og að jafnræðisreglan verði í hávegum höfð hjá Reykjavíkurborg.

Hér má sjá félagsaðstöðu fisflugmanna að Grund við Úlfarsfell.

Grund félagsaðstaða fisflugmanna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig má sjá hvar verktakar eru byrjaðir með uppbyggingu á svæðinu strax á árinu 2006 með því að klikka á mynd.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. en er eitthvað að því þó svo að fisflugið fái að dafna með íbúðarbyggð? Flugvöllurinn í Mosó á Tungubökkum hefur virkað vel innan um hestaíþróttir m.m. En fis eru nánast hljóðlaus að verða og gangurinn í þeim eins og góðum bíl. Líklega er best fyrir félagið að setja lögbann á þær byggingar og famkvæmdir sem koma til með að rísa næst félagsheimilinu þar til að Reykjavíkurborg er búinn að ganga frá samningum við fisfélagið!

En það þarf að meta eignir og aðstöðu sem búið er að byggja upp svo að félagsmenn geti komið sér upp samsvarandi aðstöðu á nýjum stað.


mbl.is 374 vilja lóðir í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband