Myndir - Siglingar við Stykkishólm og í Hvammsvík

Bátar á siglingu við Stykkishólm

Hér má sjá myndir sem teknar voru á flugi yfir Stykkishólm - En það var síðan haldið þaðan yfir fjörðinn til Búðardals

Líklega eru bátsverjar að koma frá einni af hinum mörgu eyjum sem eru á Breiðafirðinum

Hér er Sómabátur með annan minni í togi á leið inn í höfnina við Stykkishólm (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En annars má sjá flottar kajak myndir sem teknar voru í Hvammsvík 2006 í aðeins betra veðri

Hér bíður alvörugefin kajak ræðari eftir að hinir geri sig klára (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Kajakmót í Stykkishólmi gengur vel í norðanstrekkingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, þvílíkur svaka dagur á Langaskafli í dag.  Varst þú að fljúga vængnum þarna yfir?

Skrapp á jökul meðan hluti af hópnum mínum fór á sleða og fór langleiðina upp á Þursaborg og til baka í Skálpa á vel innan við klukkutíma.  Rennifínt færi

Baldvin Jónsson, 27.5.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ja - lentum í æði veðri og flottum flugaðstæðum þarna uppi á jökli. Flugum frá Rvk, Þingvöll, Skálafell, Skjaldbreið, Skúnkaríki, Hlöðufell, Jarlhetturnar, Skálpa, Bláfellsháls, Gullfosskaffi + íslensk kjötsúpa, Geysir, Flúðir og þar lentum við í smá veseni með fluggræjuna og þurftum að láta ná í hana. Um leið og ég koma í bæinn, þá fór ég beint í suðurstrandar ferða :S

Nóg að gera, linkur á myndir koma fljótlega :)

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.5.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Brilliant!!  Hvað er eiginlega flugþolið á þessum græjum?

Baldvin Jónsson, 28.5.2007 kl. 22:43

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flugþolið er frá 3-5 kl.st. og hér má sjá myndaseríu sem var tekin í þessu flugi og hefst ferðin hér frá Grund við Úlfarsfell.

http://www.photo.is/07/05/7/

Hér má svo sjá Skúnkaríki sem vélsleðamenn og fl. eiga fyrir norðan Skjaldbreið

http://www.photo.is/07/05/7/index_3.html

Svo flugum við upp á Langjökul og fylgdum slóða eftir vélsleðamenn og náðum þeim að lokum

http://www.photo.is/07/05/7/index_4.html

Hér má svo sjá Skálpa

http://www.photo.is/07/05/7/index_5.html

og hér er svo loftmynd af einhverjum ökunýðingi á rauðum Patrol á leið upp á Bláfellsháls :D

http://www.photo.is/07/05/7/index_6.html

Loftmynd af Gullfossi

http://www.photo.is/07/05/7/index_7.html

og hér er svo loftmynd af Geysi þar sem má sjá Strokk gjósa

http://www.photo.is/07/05/7/index_9.html

og svo er hér ein flott í lokin handa þér :D

http://www.photo.is/07/05/4/pages/kps05070666.html

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.5.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband