Myndir - Slys á Gjábakkavegi - bílvelta

Nýlega er búið að hefla Gjábakkaveg og því mikið af lausu grjóti á yfirborðinu svo auðvelt er að missa stjórn á bílnum ef það er ekki ekið varlega.

Hér má sjá bílinn sem fór útaf á Gjábakkavegi. Líklega hefur bílinn endasungist.

Hér bíður lögreglan með blikkandi ljósin og passar upp á bifreiðina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Var annars í ferð á Langjökul með hóp í mjög góð veðri og var færið á jöklinum alveg einstakt. Enda búið að vera kalt undafarna daga.

Búið er að laga veginn aðeins upp að Bláfellshálsi en samt enn ekki fær nema vel búnum jeppum.

Það eru fleirri sem lenda í vanda á Gjábakkavegi eins og sjá má hér:

Þessi mynd var tekin 2006 en hér hefur haugsuga oltið hjá vegagerðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Bílstjórar að reyna bílana á meðan beðið er eftir sleðafólkinu (myndir frá 2005)

Bílarnir standa sig misvel í brekkunum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú er mikil umræða í gangi að breyta vegastæðinu yfir Lyngdalsheiðina. Mig minnir að núverandi vegastæði sé að einhverju leiti konungsvegur sem var lagður 1906-7 vegna komu Friðriks VIII Danakonungs (1907).

En vagnfær vegur var lagður frá Þingvöllum að Geysi. Vegurinn hélt svo áfram þaðan um Brúarhlöð niður að Flúðum og þaðan niður á Skeið að Þjórsártúni.

Framkvæmdin var stór á þess tíma mælikvarða, um 14% af útgjöldum ríkisins þessi ár, og var því hlutfallslega ein stærsta verklega framkvæmd sem lagt hefur verið í hér á landi.

Persónulega finnst mér að núverandi vegur megi halda sér að einhverju leiti með öllum sínum holum, hlykkjum og ryki.

Það er stór upplifun fyrir útlendinga sem eru á ferð með mér að koma út á alvöru malarveg og er þetta eini búturinn sem er eftir á Gullna hringnum þar sem ferðamenn geta fengið að upplifa slíkan veg.. En ég bendi þeim á að svona voru flestir vegir úti á landi á íslandi fyrir ekki meira en svona 20 árum síðan.

Það er búið að setja malbik á erfiðustu vegkaflana eins og í brekkurnar og sumar beygjurnar. Spurning að laga aðgengið yfir lækinn svo að ferðamennirnir geti fengið að upplifa að keyra yfir “alvöru” fljót :)

En ferðamenn eru að koma hingað til landsins til að fá smá upplifun. Þó ekki á þeim nótum sem sjá má á myndunum hér að ofan :(

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bílvelta við Gjábakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband