Færsluflokkur: Flug

ÓLAFSDALSHÁTÍÐ Í ÓLAFSDAL - MYNDIR OG KORT

ÓLAFSDALSHÁTÍÐ Í ÓLAFSDAL - MYNDIR OG KORT

FERÐ Á VESTFIRÐI Á ÓLAFSDALSHÁTÍÐ 10. ÁGÚST 2008 - TRIP TO WEST-FJORD IN ICELAND

Síðasta sumar fór ég í skemmtilegt flug með einum félaga mínum á Ólafsdalshátíð á Vestfjörðum í kaffi og kleinur. En félagsskapur sem var að gera upp gamla skólahúsið á staðnum var með samkomu í tilefni dagsins.

Hér er lent á fisi á veginum við Kirkjuna í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum á Vestfjörðum. Við félagarnir þurftum að fá bensín í Skriðulandi í Dalasýslu. Við vorum orðnir svo tæpir á bensíni að við völdum að aka veginn frekar en að fara loftleiðina síðasta spölinn að bensínstöðinni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Landing on site of the church Saurbaer in Dölum in Tjarnalundur on way to fest in Olafsdalur in West-fjord Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér stígur flugnemandinn Ingólfur Bruun út úr fisi sínu við bensínstöðina Skriðuland í Dalasýslu á leið sinni á Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá auglýsinguna um hátíðina Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008 á bensínstöðinni Skriðulandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Eins og á öllum hefðbundnum alvöru hátíðum úti á landi, að þá eru veglegar veitingar að hætti heimamanna. Kökur og bakkelsi á íslenska vísu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Icelandic traditional cakes. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Gilsfjörður var einn af stærstu er fjörður sem skilur milli Vestfjarða og Vesturlands. Hann gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær til Akureyja milli Tjaldaness og Krókfjarðarness. Á háfjöru myndast miklar leirur í firðinum með ál í miðju. Fuglalíf er mikið. Brú var sett yfir Gilsfjörð árið 1997 og stytti hún leiðina milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands um 14 km. Vegur sem lagður var við mynni Gilsfjarðar í tengslum við brúna breytti firðinum í sjávarlón. Lónið er 33 ferkílómetrar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Gilsfjord in West-Fjord in Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Við sunnanverðan Gilsfjörð gengur Ólafsdalur inn í landið til norðausturs. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. Upp úr botni fjarðarins liggur vegur um Steinadalsheiði yfir í Kollafjörð á Ströndum. Hann er aðeins opinn á sumrin en var aðalleiðin til Hólmavíkur og Stranda á árabilinu 1933-1948. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Torfi Bjarnason Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Torfi Bjarnason og kona hans Ólöf Sakaríusdóttir settu á fót fyrsta landbúnaðarskólann á Íslandi um 1880 og ráku í 27 ár, oft við erfiðan fjárhag. Hér má svo sjá styttu sem var reist þeim til heiðurs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er svo einn stjórnmálafrömuðurinn, Einar Kristinn Guðfinnsson, að þruma yfir lýðnum síðasta sumar í Ólafsdal. Hann talaði líka mikið inni á þingi fyrir stuttu til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Annars má rekja nokkra fleirri til svæðisins sem eru í stjórnmálum. Eins og Gunnar I. Birgisson sem sá um að þvera Gilsfjörð. Dofri Hermannsson sem sá um að moka skít út úr fjárhúsi á einum bænum. Einnig er Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn með sumarhús þarna í sveitinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from an old school in Olafsdalur in Westfjord in north west of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá kort af Gilsfirði, Ólafsdal og hluta af Reykhólasveit á Vestfjörðum (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Gilsfjord, Ólafsdal valley and part of Reykhólasveit in Westfjord on north west of Iceland (to view more picture: click image) Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS



Hér má svo sjá meira af myndum af svæðinu og Vestfjörðum

http://www.photo.is/07/07/4/index_4.html

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/271979/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/274631

http://www.photo.is/07/07/4/index_35.html

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/640259/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/221241/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/235910

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262809

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270735

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/273972

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/276232

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/287840

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/622792/a>

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651030

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651884

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/654610


mbl.is Kjörstaðir opnaðir klukkan 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIR LOFTBELGUR - LENDING - EGYPTALAND

MYNDIR LOFTBELGUR - LENDING - EGYPTALAND

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-4 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Hér kemur svo lokasyrpan úr fluginu með loftbelg í Luxor í Egyptalandi.

Eins og sjá má, þá heppnaðist lendingin 100% og er von að allir séu brosandi út að eyrum. Svei mér þá ef lagið "Kútter Haraldur" hljómaði ekki í ósjálfrátt í eyrum ... "en allir komu þeir aftur og engin þeirra ..." (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The passengers seemed to really enjoy their flight! The Hot Air balloon makes save landing on the county site close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Það er mikið mál að halda svon stórum ferlíki á sínum stað og eins gott að það blási ekki hressilega eins og oft vill gerast á fjóni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The navigator smiling and other crew people helping to keep the basket in place. 'Wind gust' can cause lot of problems. The basked have also the name gondola and is made of wicker and ratan, but can be made of aluminum to. (to view gallery: click image)




Þegar er farið að undirbúa næstu ferð. En hér er komið með nýjar gasbyrgðir. Eins og sjá má, að þá þarf mikið magn af gasi til að halda hita á stórum loftbelg. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The helping crew is already started to prepare the next flight. Here they come with a newly filled propane fuel tank. (to view gallery: click image)




Kynda þarf regluega upp til að hitinn fari ekki úr belgnum. Nýr hópur af ferðamönnum er á leiðinni og því gott að nota þá farþega sem fyrir eru sem ballest. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The pilot need to heat up the envelope regularly to keep the balloon in uprigth possition. The envelope is usually made of ripstop nylon, or dacron (a polyester). (to view gallery: click image)




Bændur og búalið voru lítið að stressa sig á þessari uppákomu. Hér má sjá asna fá sér smá snæðing á meðan loftbelgsfarar gera sig klára í næstu ferð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

We have clearly landet on the country site where the "Real Country People" live. A wonderful picture with two donkey eating in front of the newly landed Hot Air balloon close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Það er vissara að vera vel vopnum búinn ef einhver brjálaður ferðamaður skyldi fara að vera með óþarfa stæla. Hér er ungur maður og ef að líkum lætur, þá er hann ekki komin með skotveiðileyfi eins og gert er á Íslanska vísu að hætti BB (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

It is better to have a good gun if you meet some crazy tourist. The place was protected by armed young residents :) (to view gallery: click image)




Þá er næsta ferð hafin og lendingastaðurinn er ókunnur. Börnin eru alltaf jafn forvitin og oftast fyrst á staðinn þegar eitthvað er um að vera. Þau voru nú ekki öll á því að láta mynda sig og hjálpaði mikið til hversu víð linsan var hjá mér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now the next balloon trip or jorney to some unnovned place is already started. The kids are usually the first one to show up when some event or happening like ballon flying is going on in the neighbourhood. (to view gallery: click image)




Svona í lokin, að þá er ekki úr vegi að sýna svefnaðstöðuna á hótelinu sem að við gistum á. Hótelið heitir Bob Marley að hætti frægs tónlistarmanns og vantaði nánast ekkert á staðinn nema reykjarlyktina sem jafnan hefur fylgt þessum kúltúr (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Just to show my bed at the Hotel Bob Marley in Luxor in Egypt. A great five stars expeiens :) (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-III 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Hér er verið að flytja sykurreyr. En Egyptaland er mikið landbúnaðarland þar sem mikið er ræktað af sykurreyr og sykurrófum meðfram öllu Nílarfljóti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloons over Sugar Cane, Egypt. Egyptians love sugar, and one of the things we saw them consuming quite frequently was fresh-squeezed sugar cane. Egypt ranks second following South Africa in sugar production among African. Sugar industry in Egypt started back in the year 710. The total production of sugar in Egypt in 2007–2008 is 1,582 million tonnes and the consumption is 2,485 million tonnes. (to view gallery: click image)




Fjöldi starfsmanna fylgir loftbelgnum eftir á litlum pallbíl. Einnig eru 2 litlir rútubílar ekki langt undan sem fylgja hópnum einnig eftir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Some balloons require a lot of people to operate. The air balloon team is following on 3 cars. 2 for picking up the tourist and one to take care of the balloon and the basket. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Tvær litlar rútur fylgdu einnig loftbelgnum til að ná í farþeganna í lok ferðarinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Two Minibus to pick up the customers and drive them back to the hotel. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Oft mátti sjá hvar verið var að brenna gömlum plöntuleyfum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Old plants and trees need to be burnt to give space for new plants. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér eru nokkrir hvítir fuglar búnir að koma sér fyrir á greinum pálmatrés og nóta þess þegar morgunsólin kemur upp. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Birds and palm trees. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Skepnur og önnur húsdýr þurfa sinn mat eins og aðrir. Hér má sjá konu sem er að sinna gegningum snemma að morgni. Ég tók eftir því að oft er ekki mikið um girðingar, heldur er band sett utan um löppina á dýrinu þannig að það getur aðeins hreift sig takmarkað um svæðið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Village Women Giving Alms to the Cow. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér "smæla" (brosa) þrjár fallegar Egypskar blómarósir framan í loftbelgsfaranna. Gaman að skoða öll smáatriðin í myndinni. Ofn til að baka og svo öll áhöldin sem liggja eins og hráviður út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Three young women with smiling faces to the photographer. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Nú fer að líða að því að hópurinn komi inn til lendingar. Hér er karfan þegar farin að sleikja toppanna á sykurreyrnum sem mikið er af í Egyptalandi. Stefnan er sett á lítið svæði rétt hjá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now it is time to landing after a successful flying with Hot Air Balloon just over the roofs of small town on the opposite site of Nile river close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Aðstoðarmenn koma hlaupandi til að taka á móti. En mikilvægt er að stoppa loftbelginn sem fyrst svo að karfan dragist ekki eftir jörðinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloon team came running to help for a save landing and keep the balloon in place. (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-II 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Ég tók svo mikið af myndum í þessari flugferð yfir þorpið Lúxor í Egyptalandi að ég neyðist til að búta flugið niður. Hér kemur svo kafli II í þessu annars skemmtilega flugi.

Eftir að ég fór að skoða þessi mál betur, að þá rakst ég á nýja grein um fyrsta flug í loftbelg á Íslandi sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar um hér:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/774915/

Áður var ég búinn að lesa "skemmtilega" frásögn eftir Ómar Ragnarsson hér:

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Einnig mátti sjá falleg og snyrtileg hús

Flying by Hot Air Balloon from Luxor in Egypt. Barely clearing the roofs of a small town on opposite side of river Nile. Lots of nice houses. (to view gallery: click image) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Dagurinn byrjar snemma í Egyptalandi. Hér er maður að ná í fóður fyrir húsdýrin sín.

Work start early in Egypt. Here is farmer getting some "food" for his animals at home. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Heita loftið í Egyptalandi gerir það að verkum að auðvelt er að sofa undir berum himni, ef það skildi nú rigna, að þá er það smá sýnishorn sem varir yfirleitt aðeins í nokkrar mínútur. En á myndinni má sjá Egypta sem er ekki enn risin á lappir. Algengt er að vefja um sig þykku teppi og er höfuðið hulið líka til að halda hita yfir blánóttina sem getur orðið mjög köld.

Why do you need a roof in Egypt, you almost never get rain. The best way to sleep is outside with a fress air. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hani, hæna, kind, hundur, köttur, kýr ... Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum.

A rooster and hens, sheeps, cat, dog, cow ... This looks like Animal Farm! Where is George Orwell and his pigs? Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki er að sjá að það sé verið að aka börnum í skólann eins og gert er orðið víða.

No school bus here. What is better than a fress morning walk for the kids? Kids looking up to the Hot Air Balloon flying just above theyr heads. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það er greinilegt að Egyptaland er mikið landbúnaðarland. Húsdýr eru hvert sem litið er. hér er einn bóndinn að sinna búskap.

Ancient Egyptian farmers depended on the flooding cycle of the Nile to grow their crops. In 2009 is still like it was for 4-5000 years ago. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er ein falleg mynd af konu sem virðist vera sú eina sem vöknuð er í þorpinu.

A lonly women on the street in small town close to Luxor in Egypt. Picture taken from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Margar skemmtilegar myndir náðust af börnum sem voru út um allt

Many of the best picture from this air photo baloon trip was from the kids playing, working, on way to school ... Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það liggur við að það sé flogið svo lágt að karfan festist í trjánum. Það er í lagi á meðan ekki eru háspennulínur að þvælast fyrir eins og í ferðinni hjá Ómari Ragnarssyni á Íslandi forðum

Balloon flyers have to be careful not to fly into trees, powerlines, houses ... There were probably flying arond 20 Hot Air Ballons in the Luxor area at the same time. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gott er að fá sér eina vatnspípu sem mikil hefð er fyrir í Egyptalandi. En reykurinn er látin fara í gegnum vatn.

Photo of Egyptian man smoking water pipe (Shisha, hookah) on street in town close to Luxor. Problem is they do not change the mouthpiece, the tube or the water? Becearfule of the bacteria resides. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.

Fyrsta hlutann má svo sjá hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/


LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-I 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Það vill svo til að ég og konan erum ný komin úr ferð frá Egyptalandi. Þó að það sé mikið til af spilltum stjórnmálamönnum (eins og þeir sem verið er að ræða um í fréttinni), að þá er margt þar merkilegt að sjá fyrir ferðamenn.

Upphaf þessa bloggs er að ég las fyrir stuttu skemmtilega sögu frá Ómari Ragnarssyni um hrakfarir hans í sínu fyrsta flugi með loftbelg.

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

Sagan Ómars rifjaðist upp fyrir mér þegar mér var boðið í slíkt flug í Egypska bænum Lúxor fyrir stuttu af eineygðum og vægast sagt sérkennilegum hótelhaldara, Hassan að nafni (hægt að skrifa heila bók um karlinn).

Upphaflega átti ferðin að kosta 350 egypsk pund, en eftir skemmtilega rimmu við tvo hóteleigendur sem voru að bítast um okkur, að þá fengum við ferðina lækkaða niður í 200 egypsk pund á mann og umræddur Hassan endurgreiddi konunni minni 300 pund til baka þá um kvöldið og í kjölfarið grét hann stórum krókódílatárum og hélt mikla ræðu um hvað hann væri slæmur maður. En kvöldið var hin ágætasta skemmtun og verður lengi í minnum haft.

Loftbelgurinn átti að fljúga snemma næsta morgun yfir hluta af bænum Luxor sem liggur ofarlega upp með Nílarfljóti yfir á svæði sem oft er nefnt "staður hinna dauðu"! (þar sem sólin sest, vestan við ánna). Austan megin við ánna er svo bærinn Luxor (staður hinna lifandi þar sem sólin kemur upp).

Við þurftum að vakna kl. 5:00 og vera mætt á hótel Venus fyrir kl. 5:30 (Hótel Venus sem Hassan á sem að ég kalla oft Hótel Viagra). Þegar við komum niður í anddyrið á hótelinu okkar (Hótel Bob Marley House Hostel), að þá lágu þar 4 sofandi manneskjur. Ekki vildum við vekja neinn svo að við læddumst út á götu til að finna leigubíl (10 egypsk pund). Við komum tímalega á Hótel Venus þar sem rútubíll ók okkur svo áfram um borð í bát sem beið eftir okkur. Í bátnum var uppábúið borð með te og kaffi ásamt meðlæti sem gestir fengu á meðan siglt var með hópinn yfir ánna Níl. Í okkar hóp voru að mestu þjóðverjar frá skemmtiferðarskipi sem siglir reglulega með stóra hópa upp og niður Níl.

At 5:30 in the morning. A boat trip over Nile river to west bank at town Luxor in Egypt. On way to an Adventure Hot Air Balloon trip. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hinu megin við ánna biðu svo litlar rútur eftir okkur sem keyrðu á mikilli ferð með okkur í átt að fjöllunum (Valley of the Kings and Valley of the Queens) þar sem um 500 grafir (Tomb, 4-5000 ára gamlar) eru ásamt nokkrum þekktum hofum. Ekið var að stóru bílaplani þar sem verið var að gera risastóran loftbelg kláran til flugs.

Loftbelgurinn lá á hliðinni og sáu fjórir stórir gasbrennarar um að hita upp loftið inn í belgnum. Byrjað var á því að fara yfir öryggisatriði varðandi flugtak og lendingu ásamt því að finna út þyngd á farþegum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er belgurinn búinn að lyfta sér upp og að verða klár. Það þarf mikið af fólki til að halda svona útgerð gangandi eins og sjá má á myndunnum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fljótlega varð loftbelgurinn klár og um 20 manna hópur kom sér fyrir í stórri körfunni. Flugtakið tókst vonum framar og liðum við í hægum morgunvindinum rólega upp í loftið á meðan flugmaðurinn hitaði loftið í belgnum.

Soon the Air Balloon trip could start when the air was getting hot enough to lift up those 20 people. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er svo loftbelgurinn komin á loft og eins og sjá má, þá eru fjöldi starfsmanna sem veifa

Hot air balloon flying is one of the oldest successful human-carrying flight technology. Around 20 people in the balloon basket. Total around 2 ton incl. basket! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er mynd sem að ég tók af einu frægasta hofi Egypta Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. Hofið er gert fyrir konu. Árið 1997 voru 58 ferðamenn og 4 Egyptar drepnir af öfgafullum trúmönnum. Drápin höfðu mjög slæm áhrif á ferðaþjónustu Egypta í mörg ár á eftir.

Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. In 1997, 58 tourists and 4 Egyptians where killed in this place. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hægt er að lesa meira um þetta fræga hof hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Deir_el-Bahri

Við vorum greinilega ekki þau einu sem voru að fara snemma í loftið á loftbelg þennan morgunninn. Hér má sjá 9 loftbelgi taka í loftið á sama tíma. Líklega hafa verið um ca. 20 loftbelgir sem tóku í loftið þennan morguninn.

Luxor is one of the most popular tourist place in Egypt. Nowadays it is very save to fly with an air ballon. Luxor area is probably one of the best you can find to make a save balloon flying. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Við flugum í aflíðandi boga yfir nokkur hof og svo þorpið í átt að ánni Níl og síðan upp með ánni að vestan verðu. Sólin var að koma upp og greinilegt að fólkið í þorpinu var að vakna til lífsins. Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum. _

Í landi sem aldrei rignir, þá þarf varla að hafa áhyggjur af því að setja þak á húsið. En eins og sjá má á mörgum myndum, að þá er venja að ein hæð sé ókláruð á hverju húsi fyrir næsta fjölskyldumeðlim.

In country where you never get rain you have no need for roof. In muslim country you have always on floor ready for new family member. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér þarf líklega einn að taka aðeins til hjá sér. Það er ekki bara á Ísland sem hægt er að finna einhvern bónda sem nennir ekki að taka til mikið heima hjá sér.

One messy place. House on the west bank close to Luxor town. Picture taken from a hot air ballon tour. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég tók eitthvað um 400 myndir í þessari flugferð. Verð því að reyna að dreifa þessu myndabloggi á 2-3 blogg til að reyna að gera því góð skil

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.
mbl.is Eitt umtalaðasta dómsmál Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

Ekki kemur á óvart að Kínverjar skuli vilja sækja Íslendinga heim þegar kemur að flugnámi, enda Íslendingar með langa og góða hefð á því sviði. Kína hefur vaxið svo hratt á sumum sviðum að þeir hafa hreinlega ekki undan að bæta við og mennta sitt eigið fólk. Ég sem fisflugmaður var aðeins að kíkja eftir hvort að það væri eitthvað um slíkt flug í Kína, en fann lítið um slíkt. Þarna gæti verið áhugaverður vaxtabroddur fyrir Kínverja að hefja smíði á léttum flugvélum.

Að vísu eru þeir komnir langt með að smíða sínar eigin stórar þotur og voru að prófa eina slíka um daginn með góðum árangri. En svo að ég haldi áfram með dagbókina úr Kínaferðinni, þá læt ég hana fylgja með hér á eftir:

En fyrstu myndina má svo tengja flugi fyrir þá bloggara sem hafa áhyggjur af tengingum hjá mér við fréttir dagsins :)

Dagur - 6 / Day - 6 24. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Lítið fór fyrir jólahátíð hjá mér eins og haldin er á Íslandi í Kínaferðinni.

Spurning um að sýna mynd af þessum mat hér. En hænulappir eru æði góðar og fékk ég þær í mismunandi útfærslu. Í Kína er greinilega ALLT borðað. Enda er þetta ekkert annað en prótein og holl næring með mismunandi útliti.

Shanghai chicken legs. Chicken Legs with barbecue Sauce! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Farið yfir texta í dagbók og stillt lýsing og litur í myndum sem búið er að taka í ferðinni. Hjálpaði félaga heima á Íslandi með ýmis mál eins og kaup á 20 km af ljósleiðara og endabúnaði fyrir ljósleiðaratengingu.

Fórum aftur í litlu Risatölvubúðina og lá leiðin beinnt á veitingastaðinn. Núna pantaði Heng mat sem við þurftum að elda sjálf! Á borði var borið mikið magn af hráu fæði og svo lítil tölvustýrð eldavél.

Síðan elduðum við matin sjálf og settum í tvöfalldan pott. Annar helmingurinn sterkkrydduð súpa og svo hin núðlusúpa. Resturant in Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Í "litlu" dótabúðinni leitaði m.a. af heyrnatóli með míkrófóni sem væri þráðlaust (fann eitthvað um 10 mismunandi gerðir). Hægt var að fá þau í mismunandi gerðum eins og Bluetooth, RF, WiFi, VoIP, FM.

Var að leita að þægilegri og einfaldri lausn þar sem væri hægt að nota slíkan búnað sem leiðsögumaður eða sem Skype síma á tölvu. Þarna var hægt að finna endalaust af heyrnatólum fyrir tölvur. I was looking for special wifi headset. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Annað eins úrval er líklega hvergi til í heiminum, enda búðin upp á heilar 11 hæðir.

Seinna um daginn spjallaði ég við Kristján B. Ómarsson félaga minn á Skype sem hannaði m.a. "Íslenska Blöndunginn" (www.tct.is) og er hér úti í Kína í borginni Weihei. Hann er að vinna að hönnun á nýjum báti fyrir fyrirtæki sem heitir www.scandic.is (Benedikt G. Guðmundsson framkvæmdastjóri). Þeir eru saman að vinna að fullt af sniðugum hugmyndum í samstarfi við aðila í Dubay.

Annars fór lítið fyrir jólahaldinu hjá Kínverjum en þó hafði pabbi Heng áhyggjur af því hvort að ég þyrfti jólagjöf og hristi ég bara hausinn og brosti enda kunni hann ekkert í ensku og ég því síður í kínversku nema einstök orð.

Að vísu rakst ég á þessar dömur hér í jólasveinabúningum á básnum hjá Sony Ericsson símafyrirtækinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Um kvöldið, þá var eiginkonu bróðir pabba Heng í heimsókn hjá okkur og sáu gömlu hjónin um að galdra fram enn eina stórmáltíðina.

Big Chinese launch with some family members. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Kínverjar koma í flugnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai

KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai

Þar sem allt er að verða vitlaust þarna heima á Íslandi, þá er spurning um að byrja að blogga aðeins aftur og lofa þá blogglesendum að fylgjast með ferð sem að ég fór frá Danmörku til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.

Ég tók mikið magn af myndum eins og vanalega og skráði jafnframt dagbók úr ferðinni.

Dagur - 1 / Day - 1

Kaupmannahöfn - París - Shanghai China Kína

Ferðin byrjar í Kaupmannahöfn og er lest tekin snemma morguns út á Kastrup flugvöll (Copenhagen Airports Kastrup). Þaðan er flogið beint á París.

Á meðan við biðum eftir flugi til Kína á Charles de Gaulle Airport, þá kom upp sú hugmynd að skreppa niður í miðbæ Parísar. En síðan kom í ljós að tíminn var of naumur svo að við bókuðum okkur inn aftur

Vegabréfaskoðun á flugvellinum í París, Charles de Gaulle Airport. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér bíða farþegar í lúxusaðstöðu eftir flugi á Charles de Gaulle Airport flugvellinum í París.

Lúxus biðaðstaða á flugvellinum Paris Charles de Gaulle Airport. Enda var biðröð eftir því að fá að komast í þessi sæti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir 10-11 tíma flug (heildar ferðatími 14-15 kl.st.), flogið frá París til Shanghai með Boing 777. Allt í boði Air France og þvílíkar matarveitingar með frönskum eðalvínum og margrétta mátíðum. Einnig var horft á fullt af nýjum bíómyndum ásamt því að spila nokkra tölvuleiki (Frakkar bara kunna þetta og þetta er líka á almennu farrými).

Eina sem klikkaði var að töskurnar hennar Heng urðu eftir og var óvart flogið með þær til Bejing. En þær skiluðu sér seint í gær upp að dyrum þar sem að við búum núna.

Lent á flugvellinum í Shanghai

Shanghai Airport China 简体 繁体 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Frá flugvellinum fórum við með gamalli rútu sem var mögnuð upplifun eða eins og að fara 50 ár aftur í tímann. Á meðan brunaði heimsins flottasta rafmagnslest (Maglev kerfi) sem ferðast á segulbraut á 430 km/klst. hraða við hliðina á okkur! Eftir um kl.st. keyrslu ókum við í gegnum miðborgina yfir risabrúarmannvirki fram hjá stað þar sem næsta heimsýning Expó 2010 mun rísa (Ísland verður þar á meðal) og var greinilegt allt á fullu í jarð- og undirbúningsvinnu.

Hér er komið að risa brú Nanpu Bridge sem liggur yfir ánna Huangpu á leið inn í miðbæ Shanghai

Við hliðina á Nanpu Bridge er sýningasvæðið þar sem íslenski skálinn verður á næstu heimssýningu World EXPO 2010 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Fórum strax út í mannlífið. Hélt að kl. væri 7 að morgni en þá var hún 7 að kveldi. Allt tímaskin ruglað. Klukkan er 4:30 þegar þetta er skrifað, (fór á fætur 2:00 þegar ég taldi mig búinn að sofa nóg!)

Til að vita hvað klukkan er. þá var nóg fyrir mig að snúa úrinu ca. 180° þannig að 12 verður 6. En eins og við vitum, þá er ísland hinu megin á hnettinum.

Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í íbúðinn hennar Heng, þá var farið úr á næsta horn þar sem keyptur var ný eldaður matur

Fórum á veitingastað og keyptum okkur mat og það var risamáltíð fyrir 2 og verðið var ca. hálf pulsa með öllu miða við verðið heima á Íslandi og við gátum ekki klárað matinn (allt mjög framandi matur sem ég hef lítið borðað áður og þó ýmislegt prófað í þeim efnum)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við hliðina á veitingastaðnum er ótrúlegur markaður þar sem hægt er að kaupa nánast flest allar ávexti, matjurtir og dýrategundir til matar, bæði lifandi og dauðar. Þarna voru slöngur, ormar, skjaldbökur, krabbar, froskar, fiskar (iðandi og spriklandi út um allt og Heng sleikti út um) .... og ÓTRÚLEGT úrval :) Var því miður ekki með myndavélina með mér.

Okkur var boðið í mat til frænku Heng og var skotist með leigubíl

þar var boðið upp á flottar veitingar af kínverskum sið. Chines food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Heng á æði íbúð hér í lokuðu hverfi sem þarf aðgangskort til að komast inn á. En þar er slatti af 20-40 hæða blokkum. Hún er með risa Sony TV í stofunni og annan skjá í svefnherberginu, internettengingu sem að ég var að reyna að finna út úr um nóttina (eða dag). En hún var með uppsett internet á sína ferðavél svo að það sem að ég gerði var að "shera" hennar nettengingu og búa til "wifi" þráðlaust net. Var því nót að tengja mig inn á hennar vél með mína tölvu til að komast inn á netið og það án þess að nota nokkuð lykilorð :)

Heng var sofandi á meðan ég dunda mér í tölvunni ásamt því að fletta í ca. 100 "kínverskum" rásum á sjónvarpinu (aðeins ein á Ensku :( China Today)!!! Greinilegt er að allar útsendingar eru orðið í HD gæðum og mikið af flottri grafík sem að maður er ekki vanur að sjá í Evrópu.

Við fórum bæði í klippingu kvöldið áður og í þeim pakka var 2 sinnum hárnudd, 2 sinnum hárþvottur og ásamt rakstri, eyrnarmerghreinsun m.m. og að verkinu komu 4-5 aðilar og herlegheitin kostuðu 200-300 kr. íslenskar :)

Kjartan WWW.PHOTO.IS

DANSKT VARÐSKIP OG ÞYRLA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR - MYNDIR

Hér má sjá Danska varðskipið Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn. Það er ekki óalgengt að danskir varðskipsmenn líti í heimsókn til Reykjavíkur á leið sinni til Grænlands.

Þetta er að vísu ekki nýja skipið en þessar myndir voru teknar í nóvember 2006 þegar varðskipin voru í Reykjavíkurhöfn. Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sama tíma er Íslenska Landhelgisgæslan að gera æfingar í Reykjavíkurhöfn þar sem stokkið er í sjóinn í flotgöllum

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér bíða starfsmenn Danska varðskipsins Hvidbjornen (F360) eftir því að þyrla skipsins komi inn til lendingar

Picture of helicopter crew from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér lendir þyrlan af Danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft ofan á þilfarið á danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn í nóvember 2006

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það varð mikil bylting í þróun á þyrlum þegar þotumótorinn kom til sögunar.

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉR ER ÖNNUR AÐFERÐ TIL AÐ FLJÚGA


mbl.is Eldflaugarmaðurinn hættir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HLÍÐARVATN Á SNÆFELLSNESI - MYNDIR

Loftmynd af Hlíðarvatni á Snæfellsnesi. Greinilega má sjá að vatnið hefur myndast þegar nýtt hraun hefur fyllt upp í dal og myndað þar með stíflu.

Það er greinilega nóg af eyjum sem hafa myndast þegar vatnið hefur náð að fylla upp í dalinn. Picture of lake Hlidarvatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af Hlíðarvatni og Hallkelsstaðahlíð í Kolbeinstaðahreppi þar sem björgunarsveitin Elliða kom bændum í sveitinni til hjálpar.

Picture of lake Hlidarvatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En kortið í fréttinni vísar því miður á þetta vatn hér sem heitir Oddstaðavatn sem er næsta vatn við Hlíðarvatn.

Picture of lake Oddstadavatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En þar sem þessi frétt tengist því að verið er að smala sauðfé, þá er núna í gangi myndaspurningakeppni í 50 spurningum um íslenskar fjárréttir. Til að auðvelda þeim sem eru að koma nýir inn til að átta sig á myndunum að þá er ég búin að setja inn tengingu á fleiri myndir og fæst það með því að smella á myndirnar. Einhverjar af myndunum eiga við svæðið sem fréttin fjallar um ef það hjálpar eitthvað :)

FÉ Á ÍSLANDI Í FJÁRHAGSKRÖGGUM http://photo.blog.is/blog/photo/entry/650158/

FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI http://photo.blog.is/blog/photo/entry/645931/

HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/

FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/

RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fé bjargað úr hólmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband