Færsluflokkur: Íþróttir

Hver hefði trúað því að það þyrfti að byggja hús utan um snjó á Ís-landi?

Stundum hef ég gert grín af auðtrúa ferðamönnum og sagt að við íslendingar byggju í snjóhúsum með lyftu. Hver veiti nema að það verði að veruleika og að það verði byggt hús utan um snjó á Íslandi - með lyftu?

Við Íslendingar eigum fullt af fjöllum og flottum svæðum. Hér má sjá eitt sem er aðeins í 99 km fjarlægð frá Reykjavík! Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu
Loftmynd af Geitlandsjökli, smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu


Hér er önnur hugmynd sem væri líklega nær að skoða aðeins betur sem fjallar um nýtt framtíðar skíðasvæði:

Skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/



Hér er kort af svæðinu og með því að smella á kortið þá má lesa nánar um hugmyndina.

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS


mbl.is Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða búnað þarf til að ferðast á jökli og stunda ísklifur?

Til að fólk geti aðeins gert sér grein fyrir þeim aðstæðum sem björgunarsveitarmenn eru að vinna við á Svínafellsjökli, þá má skoða eftirfarandi myndaseríu. Þessi mynd sýnir vel hversu hrikalegur og erfiður yfirferðar jökul getur orðið.

Mest hætta á svona stað er ef mikið skrið er á jöklinum og ef hann fellur fram af kanti þar sem hann nær að brotna á yfirborðinu og ná þá sumar sprungurnar alveg niður í botn. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En fyrir þá sem ætla að fara stunda göngur og klifur á jökli ættu að byrja á því að fá sér góða skó eins og þessa hér. En þessir skór eru sérútbúnir til að ganga á ís og eru ekki ósvipaðir skíðaskóm. Nema hvað þessir eru í þægilegri kantinum og henta líka ágætlega sem gönguskór.

Á þessa skó er auðvelt að festa ísbrodda (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá ís- og klifurbroddana sem smelt er á skóna og er svona búnaður algjört lykilatriði þegar verið er að ferðast á jökli.

Einnig er hægt að fá einfaldari brodda sem hægt er að binda á venjulega gönguskó. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsta öryggistæki sem þarf að hafa með er ísexi eins og þessi mynd sýnir. Hún er mikilvægt öryggistæki þegar verið er að ferðast á ís.

Hér er sýnd notkun á ísexi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef aðstæður eru erfiðar og hættulegar, þá er sett öryggislína á milli til að tryggja ef einhver félli t.d. óvænt í gegnum þunna snjóbrú sem gæti legið yfir sprungu.

Hér má sjá notkun á öryggislínu. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir þá sem eru vanir og vel þjálfaðir í ísklifri er lítið mál að fara upp þverhníptan ísvegg eins og þessi kona er að gera hér. En með réttum búnaði þá er ferðamennska á jökli auðveldur ferðamáti.

Hér klifrar kona upp ísvegg og til þess notar hún ísbrodda og tvær ísaxir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðstæður á jökli geta verið fjölbreyttar og það sama gildir um veðrið

Hér er rigning eða vel blaut slydda og ef að fólk er vel búið, þá þarf ekki að hafa miklar áhyggjur. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á íslandi er stór hópur fólks sem leggur á sig gríðarmikið óeigingjarnt starf þegar óhöpp gerast. Það eru þrautþjálfaðar fólk út um land allt sem er fljótir að mæta þegar aðstæður kalla eins og við Vatnajökul þessa daganna. Kostnaðurinn er gríðarlegur í sérhæfðum búnaði, tækjum og fatnaði sem þetta fólk þarf að fjárfesta í.

Hér er hópur að undirbúa sig til ferðar og er margt sem þarf að huga að. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er þetta ein af mörgum ástæðum fyrir því að fólk er að leggja allt þetta erfiði á sig. En jökulinn er síbreytilegur og getur tekið á sig ýmsar kynjamyndir. Hér má sjá hvar lítill foss fellur út um gin á hákarlskjafti!

Gaman getur verið stundum að mynda kynjamyndir úr ís á jöklum. Þeir sem eru að stunda ferðamennsku á jöklum, verða fljótt heillaðir af fjölbreytileika og drungalegri fegurð sem vatnið er að taka á sig í föstu og fljótandi formi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nánast flestir ferðamenn sem koma til landsins hafa aldrei átt þess kost að komast á jökul og hvað þá að fá að skoða íshelli eins og þessi hópur hér fékk að upplifa.

Hér hefur vatn í upphafi runnið niður um litla sprungu a jöklinum og með tímanum náð að stækka vatnsrásina og að lokum orðið þessi myndalegi svelgur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Björgunarsveitarmaður slasaðist á Svínafellsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á íslandi er auðvelt að útbúa góða skíðaaðstöðu ef vilji er fyrir hendi og það á ekki að þurfa að fara hinu megin á hnöttinn til að stunda slíkt!

Það hafa margir haft samband við mig út af hugmyndum sem að ég birti á bloggi mínu hér fyrir skömmu:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Íslandi eru til margir leyndir og fallegir staðir sem aðeins fáir vita um.

Einn er sá staður sem mér er meira hugleikinn þessa daganna. En það er skarðið á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls sem er fyrir suðvestan Langjökul.

Ég hef mikið velt fyrir mér hvernig hægt er að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu. Finna þarf svæði sem hefur gott aðgengi og jafnframt með góða nýtingarmöguleika.

Þetta svæði býður upp á marga ótrúlega spennandi kosti ef vel er skoðað.

Spurning um að koma fyrir fjallaskála eða stóru háfjallahóteli uppi við suður jaðar Geitlandsjökuls í svipuðum stíl og gert er uppi í Jöklaseli í Vatnajökli. Bara allt mun stærra.

Þar væri hægt að þróa ýmsar skemmtilegar hugmyndir.

Eins og nýtt framtíðar heilsársskíðasvæði fyrir íslendinga og jafnvel búa til skíða- og háfjallaparadís.

Hugmyndin gengur út á eftirfarandi og mætti kalla "The Golden Circle Delux" leið

1) Húsi ásamt aðstöðu yrði komið fyrir uppi í ca. 1140 metra hæð rétt austan við Presthnjúk í jaðri Geitlandsjökuls.

2) Síðan yrði ÖLL skíðaaðstaða fyrir stór Reykjavíkursvæðið flutt á þetta nýja svæði. Eða með öðrum orðum að leggja niður Bláfjalla- og Skálafellssvæðið sem skíðasvæði! En það verður að viðurkennast að bæði þessi svæði hafa nýst frekar illa síðustu 3-4 árin og eru á kolröngum stað. Nú þegar er gríðarlega háum fjárhæðum varið árlega í uppbyggingu á þessum tveimur svæðum.

3) Lögð yrði ný leið eða hringleið sem færi frá Kaldadal yfir á línuveginn rétt við Hlöðufell og hún gæti svo haldið áfram niður á Gullfoss og væri þá komin nýr og endurbættur Gull hringur.

Töluvert óhagræði er í núverandi Gullna hring ef þarf að fara á jökul eða sleða en þá bætast við 2 x 35 km ef menn ætla upp í Skálpa á vélsleða og sú leið er oft gríðarlega erfið og ópraktísk inn að jökulsporðinum. Venjulega er þessi leið um 310 km þegar farin er Gull hringurinn líka!

Núverandi Gullhringur er um 240 km sem tekur ca. 3 kl.st. í keyrslu plús tími sem fer í stopp. Eins og sjá má á myndum, þá myndi bætast fullt af nýjum áhugaverðum svæðum fyrir ferðamanninn til að skoða. Þar mætti nefna stórfenglegt hálendi og flotta jöklasýn. Keyrt yrði með jökuljaðrinum og flottum fjöllum, vötnum, sandauðnum og fl. og væri jafnvel hægt að taka stóran og flottan fjörð í sömu leið ef lagður yrði vegaspotti niður frá Kaldadal niður í Hvalfjörð.

Ef farin yrði þessi nýja leið, þá er Þórisdalsleiðin um 18 km + 30 km niður að Gullfossi + til Rvk 124 km en við bætis svo leiðin um Mosó upp Kaldadal um 88 km eða samtals 270 km leið sem yrði þá hinn nýi Gullni-delux-hringur eða +30 km lengri leið en eldri hringleið og jafnframt með möguleika á mun fjölbreyttari dagskrá fyrir ferðamenn. Sparnaðurinn fyrir þá sem vildu komast á jökul yrði 310 - 270 km = 40 km miða við að fara upp í Skálpa sem er mikið fram og til baka keyrsla (70 km).

Að auki myndi sama aðstaða nýtast hvort sem verið væri að fara í Borgarfjörðinn um Kaldadal eða inn á Gullfosssvæðið og fullt af búnaði og aðstöðu myndi samnýtast margfalt betur - Allt árið :)

Eins og staðan er í dag þá er verið að aka til skiptis upp í Skálpa eða Jaka eftir því hvernig jökulinn hagar sér og eru bæði þessi svæði orðin mjög erfið í lok sumars.

Ef skoðað eru kort af Geitlandsjökli, þá má sjá 10-15 mög flottar og langar skíðabrekkur nánast allan hringinn ofan af 1300 metra háum jöklinum og þar er snjór sem er ekki að fara neitt á næstunni.

Þetta þýðir að það er hægt að renna sér niður úr ca. 1300 metra hæð niður 6-700 metra hæð sem gefur hæðamismun upp á 6-700 metra og brekkur sem eru allt að 10 km langar til að renna sér niður - ALLT ÁRIÐ!

Í Skálafelli er verið að renna sér úr 600 metrum niður í 400 metra sem er ca. 200 metra hæðamunur og í Bláfjöllum er verið að renna sér úr 610 metrum niður í 450 metra sem er ca. 160 metrar hæðamunur! Nú er spurning hvort að hægt sé að láta "Ís"-land ná að standa einu sinni undir nafni og verða loksins alvöru skíðaland sem yrði sambærilegt því sem best þekkist í útlöndum?

Vegalengd frá Reykjavík í Bláfjöll er ca. 35 km og í Skálafell ca. 33 km en á nýja svæðið yrði sú vegalengd um 99 km. Á móti kemur að svæðið er hægt að nýta nánast allt árið.

Leiðin upp Kaldadal er þegar orðin að hluta til mjög fínn heilsársvegur og þarf því ekki að leggjast í miklar vegaframkvæmdir eins og staðan er í dag.

Í fyrsta áfanga þyrfti að leggja nýjan upphækkaðan veg inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og klára svo Kaldadalsleið upp að þeim afleggjara sem er um 23 km. En mig grunar að sá kafli sé nú þegar komið á áætlun vegamála.

Hér er kort af svæðinu stækkað nánar

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér koma svo myndir sem sýna þversnið af mögulegum skíðabrekkum á svæðinu. En þar sem möguleikar eru svo margir, þá sýni ég aðeins 10 fyrstu skíðabrekkurnar

Þversnið af skíðabrekku-1 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Íslendingarnir skíða vel í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana

Þetta var flottur árangur hjá Indverjunum. En þeir voru að ljúka hringflugi sínu um jörðina á fisi.

Mörgum kann að þykja að þessi "flugvél" sem þeir kapparnir voru á sé ekki ósvipuð venjulegri flugvél. Það er í raun þannig í flestum nema að kröfur sem flugmálayfirvöld gera er að vélin má að hámarki vera 450 kg fullhlaðin.

Fis hefur opnað mörgum möguleika á að stunda flug en kröfur eru mun minni sem gerðar eru til flugmanna slíkra flugtækja heldur en í einka- og atvinnuflugi.

Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana og á síðustu 2-3 árum hafa verið flutt inn og sett saman um 20 fis. En stóri liðurinn í þessu öllu saman er að fisflugmenn mega sjá um samsetningu og viðhald á sínum flugvélum sjálfir og er því um eins konar grasrótarsamtök áhugamanna um flug að ræða og gróskan mikil.

Hér má sjá spennta fisflugáhugamenn taka út nýtt fis sem kom í Júní 2005 til landsins. Hér er um að ræða hálfsamsetta flugvél en ekki kit sem að margir eru að kaupa sér og getur tekið hundruð klukkustunda að setja saman.

Hér eru fisflugmenn að aðstoða við að taka fisið út úr gámnum.

Nýtt fis af gerðinni Zenith CH601-UL með Rotax 912s mótor í eigu Gylfa Árnasonar og Sigurjóns Sindrasonar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er búið að setja vélina saman í einu af nýju flugskýlum fisfélagsins sem staðsett er upp við Grund undir Úlfarsfelli.

Hér er flugvélin að verða klár til að fara í sitt fyrsta prufuflug.

Nýjasta flugskýi fisfélagsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópur félagsmanna og annarra áhugamanna um flug samankomnir við flugbrautina við Grund til að fylgjast með fyrsta testflugi TF-137

Félagsmenn bíða spenntir eftir fyrsta flugi þessara nýju fisvélar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hálfdán Ingólfsson, margreyndur flugmaður að vestan, er fengin til að "test" fljúga vélinni

Ekki er annað að sjá en að flugið gangi vel (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo linkur á heimasíða fisfélagsins fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar: http://www.fisflug.is/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Indverskir flugmenn slógu met í hnattflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurmaraþon - fullt af flottum myndum :)

Ég lenti í því að vera beðin um að taka myndir í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og að lokum gat ég ekki skorast undan þeirri bón.

Dagurinn var flottur og ég var ákveðin í að reyna nú einu sinni að ná flottum myndum. Til að svo mætti vera, þá þurfi að brjóta fullt af umferðareglum og vera leiðinlegur til að fá að komast á þá staði sem gætu talist góðir til myndatöku.

Hópurinn sem var að hlaupa var stór og dreifðist um alla borgina og þurfti því að halda vel á spilunum til að ná umræddum myndum. Ég vona að ég hafi ekki misboðið neinum meðan akstri mínum um borgina á meðan á myndatöku stóð. Það er bara því miður þannig að ef á að ná góðum myndum, þá þarf að vera pínu frekur og ósvífinn stundum. En útkommuna má svo sjá hér og fleiri myndir ef smellt er á myndirnar með músinni.

Megi þið vel njóta.

Hér hefst hlaupið niður í miðbæ Reykjavíkur og eins og sjá má, þá eru mörg góð "móment" í hlaupinu.

Hér er keppnin í Reykjavíkurmaraþoni að hefjast í Lækjargötu við Tjörnina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikil er mannmergðin á Skothúsvegi

Hér er hlaupið yfir brúnna á Skothúsvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er líka troðið á Nesveginum og ekki enn farinn að grisjast hópurinn

Hér er hlaupið eftir Nesveginum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er fyrsta stoppið þar sem hægt er að fá sér eitthvað svalt að drekka. Ekki veitir af enda heitt í veðri.

Hér er hægt að fá sér svalandi að drekka á Nesveginum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur hópurinn hlaupandi inn á Norðurströnd frá Lindarbraut

Hlaupið eftir Norðurströndinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti vatnspóstur er rétt hjá JL húsinu og er daman eitthvað að spá í hvað sé í glasinu

Góður er sopinn? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aldurinn skiptir ekki máli í svona hlaupi og hér reyna allir að vera með

Hvað er betra en holl hreyfing (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skildi þetta vera ljósið í myrkrinu?

Hér er stuðningshópur sem kallar sig LJÓSIÐ (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frá hvaða landi er þessi?

Spurning hvaða trúarbrögð þessi stundar? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ætli íslensk fegurð sé hérna á ferðinni?

Mikið af fallegu kvenfólki í hlaupinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fólk kemur víða að til að hlaupa í maraþoni á Íslandi

Reykjavíkurmaraþonið er fyrir löngu orðið alþjóðlegur viðburður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sólfarinu er mætt með breiðu brosi

Reykjavíkurmaraþonið er greinilega gleðistund fyrir marga (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilegt að þessi ætlar sér að vinna þessa keppni og var hann sá fyrsti sem að ég mætti á þessari leið.

Sá fyrsti á þessari leið - Líklega er hann frá Kenýa (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Simon Tonui kom fyrstur í mark í heilu maraþoni eftir tvo tíma og 24 mínútur. Annar í mark var Joseph Mbithi einnig frá Kenýa 23 sek. seinna.

Heyrðu vinur, hvert þykist þú vera að fara. Þú heldur að þú komist allt bara af því að þú ert á stórum bíl?

Það þurfti smá lagni á þennan og stuttu seinna, þá var leiðin greið :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég bara verð að vinna. Hvað er þessi ljósmyndari að þvælast þarna?

Það tekur á að hlaupa svona - Ólíkt þægilegra að sitja í bíl og aka sömu leið með fína tónlist í útvarpinu - Sagði einhver að ég væri stríðinn? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Pínu þreyttur?

Þetta tekur á - en það er þess virði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ertu nokkuð að taka mynd af mér?

Hvaða skelfingarsvipur er þetta (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi kona er líklega á topp tíu listanum í þessu hlaupi

Erlend kona í hlaupinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrstu konur í heilu maraþoni voru Sarah Kathryn Knudson 3:21:19 og Sari Yrjölä 03:22:32

Þarna er kona fyrir mig, best að hlaupa á eftir henni :P

Svipbrigðin leyna sér ekki - enda flott dama að hlaupa á undan honum :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Glitnir eiga hrós skilið fyrir flottan aðbúnað fyrir keppendur.

Aðstaða fyrir framan Glitnisbanka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki að spyrja að því. Diskótekið Ó-Dollý mætt á staðinn.

Hér er spiluð þétt tónlist í boði Glitnisbanka á meðan keppendur svolgra í sig veigunum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ívari "grimma" þykir sopinn góður

Það er ekki neitt lítið sem að maður verður þyrstur í svona hlaupi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Puff... Íslenskt vatn?

Það getur stundum verið gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er klassa þjónusta sem að maður fær hér í þessu hlaupi

Vökvatap er gríðarlegt í svona hlaup. Íþróttamenn nota ýmis ráð til að fá þá aukaorku sem þarf í svona hlaupi og eru orkudrykkir vinsælir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvað er þessi bíldrusla að þvælast hér - burtu með hana.

Spurning um að fá aðra til að hjálpa sér - bílinn hreyfist ekki! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hitinn - svitinn, hvað er annað hægt að gera?

Hér gildir að vera léttklæddur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessi að vera hér? Hvar eru jakkafötin?

Hér er greinilega fólk að hlaupa úr öllum stéttum og allir aldurshópar. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ástæðan fyrir því að ég lét til leiðast og tók þessar myndir. Ingólfur Bruun úti að hlaupa, kerrast og hjóla með fjölskylduna

Ingólfur Bruun og synir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er um að gera að kæla sig vel á svona hlaupi. Er hræddur um að liturinn á "vatninu" sé ekki réttur!

Aðferðirnar eru fjölbreyttar til að kæla sig (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er stranglega bannað að gera teygjuæfingar þegar ljósmyndari er nálægt :P

Vöðvar stífna og stundum fær fólk krampa og verður að hætta keppni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og þá er þessu lokið og vísitölufjölskyldan heldur heim á leið hlaðin verðlaunum

Það eru svona dagar sem sitja eftir í minningunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Látum þetta duga í dag!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. er moggabloggið eitthvað að klikka þessa dagana. Einhverra hluta vegna er html kódin að breytast! Virka vel á Mac en ekki PC!


mbl.is Kenýamenn sigursælir í Reykjavíkurmarþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á íslandi er ótrúlegur fjöldi af golfvöllum og margir möguleikar í boði

Fjöldi valla er ótrúlegur miða við höfðatölu og þá má líka finna á ótrúlegustu stöðum. Áætlaður fjöldi á landinu er á bilinu 50 - 60 talsins. Hægt er að spila golf uppi á jöklum með rauðum kúlum eða hvítum kúlum á svörtum sandi eftir endilangri suðurströndinni. Svo má spila í 24 tíma í miðnætursólinni fyrir norðan eða þá á upplýstum gólfvelli í svartasta skammdeginu.

Í Hafnarfirði eru tveir golfvellir. Hér má sjá skemmtilega mynd af "karli" á golfvellinum í Hvaleyrarholtinu. Gaman er að sjá hversu vel hefur tekist til við að byggja völinn inn í hraunið.

Hvaleyrarvöllur Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Hafnarfirði eru tveir golfvellir. Hér má sjá golfvölinn á Hvaleyrarholti

Hvaleyrarvöllur Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í Hafnarfirði eru tveir golfvellir

Básar, Golfklúbburinn Grafarholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Yfir vetratímann, þá er auðvelt að spila gólf á þessum stað. Þarna er hægt að slá gólfkúlur fram á nætur í svarta myrkri á upplýstum gólfvelli.

Básar, Golfklúbburinn Grafarholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í litlum bæ eins og Hveragerði, má finna tvo gólfvelli

Golfvöllurinn við Hótel Örk í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og hér er svo aðal gólfvöllur þeirra Hvergerðinga.

Golfvöllurinn í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá fallegan gólfvöll við Þrastalund

Golfvöllur við Þrastalund (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er Selfoss golfvöllur

Golfvöllur við Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Birgir Leifur: „Eitt sterkasta Íslandsmót frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband